Á FERÐ MEÐ MÖMMU opnar í fimmta sæti, VILLIBRÁÐ komin í hóp mest sóttu myndanna

Á ferð með mömmu var frumsýnd á föstudag og er í fimmta sæti eftir frumsýningarhelgina.

Á ferð með mömmu sáu 1,092 yfir helgina en alls 1,942 með forsýningu. Þetta er ívið hærri aðsókn á opnunarhelgi en á Svar við bréfi Helgu sem frumsýnd var síðastliðið haust. Ekki er ólíklegt að hún endi á svipuðum slóðum (á bilinu 8-10 þúsund gestir).

3,328 gestir sáu Napóleonsskjölin í vikunni, en alls hafa 22,061 séð hana eftir fjórðu sýningarhelgi.

Villibráð sáu 2,815 gestir í vikunni, en alls nemur heildarfjöldi gesta 50,742 eftir áttundu sýningarhelgi. Myndin er komin inn á topp tíu listann yfir mest sóttu myndirnar frá upphafi mælinga (er í 9. sæti). Miðað við ganginn sem enn er á myndinni á hún möguleika á að ná Hafinu (57,626 gestir) og enda þannig í 6. sæti.

Aðsókn á íslenskar myndir 20.-26. feb. 2023

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
4 Napóleonsskjölin 3,328 (4,919) 22,061 (18,733)
8 Villibráð 2,815 (3,788) 50,742 (47,927)
Á ferð með mömmu 1,092 (opnunarhelgin) 1,942 (með forsýningu)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR