spot_imgspot_img

Þessar myndir voru verðlaunaðar á Northern Wave

Alþjóðega stuttmyndahátíðin Northern Wave var haldin í þrettánda skiptið um síðustu helgi í Frystiklefanum á Rifi.

Íranska stuttmyndin Don’t Tell Anyone eftir Sahar Sotoodehvar valin besta alþjóðlega stuttmyndin. Selshamurinn eftir Uglu Hauksdóttur var valin besta íslenska stuttmyndin og Krepptur hnefi eftir Loga Sigursveinsson fékk sérstaka viðurkenningu. Tónlistarmyndband Reykjavíkurdætra við lagið Thirsty Hoes var einnig verðlaunað, en hljómsveitin kom einnig fram á hátíðinni ásamt hljómsveitinni Vök.

Í dómnefnd voru leikarinn Ólafur Darri Ólafsson sem var jafnframt heiðursgestur hátíðarinnar, handritshöfundurinn Ottó Geir Borg og Nanna Frank Rasmussen gagnrýnandi Politiken.

Boðið var upp á sérstaka barnadagskrá, stuttmyndanámskeið fyrir krakka og bíóplakatasmiðju í Frystiklefanum. Að auki var haldin norrænar vinnusmiðja fyrir ungar norrænar kvikmyndagerðarkonur undir yfirskriftinni Norænar stúlkur skjóta.

Myndband Reykjavikurdætra, Thirsty Hoes, má skoða hér að neðan:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR