[Stikla] DÝRIÐ eftir Valdimar Jóhannsson, frumsýnd á Cannes hátíðinni

Stikla kvikmyndarinnar Dýrsins (Lamb) eftir Valdimar Jóhannsson hefur verið opinberuð. Myndin er frumsýnd 13. júlí á Cannes hátíðinni sem hófst í dag.

Sauðfjárbændurnir María (Noomi Rapace) og Ingvar (Hilmir Snær Guðnason) búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund, hamingju sem verður þeim síðar að tortímingu.

Valdimar skrifar handrit ásamt Sjón en framleiðendur eru Hrönn Kristinsdóttir og Sara Nassim. Með helstu hlutverk fara Noomi Rapace, Hilmir Snær Guðnason, Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR