Aðsókn | „Lof mér að falla“ að detta í 50 þúsund gesti eftir sjöundu helgi, „Undir halastjörnu“ í 8. sæti

Ingvar E. Sigurðsson og Atli Rafn Sigurðarson í Undir halastjörnu.

Undir halastjörnu eftir Ara Alexander er í 8. sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi. Alls hafa tæplega 50 þúsund manns séð Lof mér að falla hingað til.

1,122 sáu Undir halastjörnu um síðustu helgi, en alls eru gestir 2,408 eftir aðra helgi.

Alls sáu 2,619 gestir Lof mér að falla í vikunni, en heildarfjöldi gesta er 49,323 manns eftir 7 sýningarhelgar.

314 sáu Kona fer í stríð í vikunni. Alls hafa 19,002 séð myndina eftir 22. sýningarhelgi.

Bráðum verður bylting!, heimildamynd Hjálmtýs Heiðdal og Sigurðar Skúlasonar, sáu 131 í vikunni en alls hafa 200 manns séð hana.

Aðsókn á íslenskar myndir 15.-21. október 2018

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
7Lof mér að falla2,61949,32346,704
2Undir halastjörnu1,1222,408 1,286
22Kona fer í stríð31419,00218,688
2Bráðum verður bylting!131 20069
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR