Aðsókn | „Lói“ tekur flugið

Lói – þú flýgur aldrei einn fer vel af stað á frumsýningarhelginni og er í fyrsta sætinu. Samanlagður fjöldi gesta að forsýningum meðtöldum er 5,699.

Þetta mun vera sjötta stærsta opnunarhelgi íslenskrar bíómyndar síðastliðin fimm ár.

Barna- og fjölskyldumyndir eru frekar sjaldséðar í íslenskri bíómyndaflóru en nærtækasti samanburðurinn er Hetjur Valhallar: Þór (2011) sem sumpart sömu aðilar stóðu að. Hún opnaði í rúmum átta þúsund gestum og endaði í rúmum 24 þúsund. Hér þarf að hafa í huga að ekki er alltaf beint samhengi milli opnunartalna og endanlegrar aðsóknar.

Sveppamyndirnar (2009-2014) áttu miklum vinsældum að fagna og opnuðu mun hærra en Lói.

Lói fékk 4,399 gesti um helgina en alls 5,699 með forsýningum. Líklegt má teljast að myndin nái 20 þúsund gesta markinu og fari mögulega nokkuð yfir það.

Svanurinn er í 16. sæti eftir 5. sýningarhelgi. Alls hafa 3,480 séð hana.

Aðsókn á íslenskar myndir 29. jan. til 4. feb. 2018

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
Lói - þú flýgur aldrei einn4,3995,699-
5Svanurinn3113,4803,169
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR