Aðsókn | Sterk opnun á „Undir trénu“

Íslenskir bíógestir vilja vera Undir trénu ef marka má aðsóknartölur myndarinnar eftir frumsýningarhelgina.

Undir trénu er í öðru sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina, en um helgina sáu hana 5,040 manns og alls 7,502 með forsýningum. Þetta telst mjög góð opnun á íslenska mynd, er á pari við Vonarstræti (2014 – 7.671 manns á opnunarhelgi) og Ég man þig (2017 – 7,728 manns á opnunarhelgi) en nokkuð fyrir neðan Eiðinn (2016 – 8,861 manns á opnunarhelgi). Þessar þrjár myndir hafa allar náð hátt að fimmtíu þúsund gesta heildaraðsókn og má því telja líklegt að Undir trénu fari vel yfir fjörtíu þúsund gesta markið þegar upp er staðið.

Ég man þig er nú komin með 46,901 gesti eftir 19 vikur í sýningum. Hjartasteinn hefur fengið alls 22,595 gesti eftir 35 vikur og heimildamyndin Out of Thin Air hefur fengið 631 gest eftir fimm vikur í sýningum, en hún var sýnd á RÚV um helgina.

Aðsókn á íslenskar myndir 4.-10. september 2017

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDAR-
AÐSÓKN
STAÐA HEILDAR-
AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU
Undir trénu5,040 (opnunarhelgi)7,502 (með forsýningum)-
19Ég man þig13146,901-
35Hjartasteinn2822,595-
5Out of Thin Air19631-
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR