Bætt staða kvenna í kvikmyndagerð

Dögg Mósesdóttir formaður WIFT á Íslandi.

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á stöðu kvenna í ís­lenskri kvik­mynda- og sjón­varpsþátta­gerð á síðustu árum. Vit­und­ar­vakn­ing inn­an at­vinnu­grein­ar­inn­ar hef­ur leitt til tölu­verðra fram­fara en mik­il­vægt er að halda bar­átt­unni áfram, seg­ir Dögg Móses­dótt­ir, formaður WIFT á Íslandi í samtali við Morgunblaðið.

Umfjöllun Klapptrés um málefni kvenna og kvikmyndagerðar má skoða hér.

Í frétt Morgunblaðsins segir ennfremur:

Vit­und­ar­vakn­ing um kynja­halla

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Dögg að margt hafi breyst til hins betra frá því að WIFT hóf að starfa á Íslandi. Nefn­ir hún sér­stak­lega þá vit­und­ar­vakn­ingu sem hef­ur átt sér stað. „Það er mik­il­vægt að fólk skilji að það er al­var­legt vanda­mál að kon­ur geti ekki speglað sig í ís­lensk­um kvik­mynd­um. Það er ákveðið form af þögg­un þegar kon­ur eru ekki sýni­leg­ar á skján­um. Þetta er okk­ar upp­lif­un á raun­veru­leik­an­um og þegar kon­ur eru ekki á skján­um er verið að segja að þær séu ekki mik­il­væg­ur hluti af sam­fé­lag­inu.“

Dögg tel­ur að viðhorfið til þess­ara mála hafa bæst stór­lega á síðustu árum, nú taki karl­ar í grein­inni und­ir með kon­un­um og breyt­ing­ar hafi fylgt í kjöl­farið. „Það varð ein­hver um­skipt­ing, sér­stak­lega í tengsl­um við kynja­kvótaum­ræðuna. Það er eins og sú til­hugs­un hafi hrist svo­lítið vel upp í brans­an­um og all­ir ákveðið að gera allt til þess að það þyrfti ekki að setja kynja­kvóta.“

Þar á Dögg við umræðu sem átti hófst fyr­ir um ári síðan, þegar upp komu til­lög­ur um að setja kynja­kvóta á út­hlut­an­ir úr kvik­mynda­sjóði. Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­málaráðherra lýsti á sín­um tíma yfir vilja til að skoða til­lög­una en ekk­ert hef­ur komið út úr því enn.

Staða kvik­mynda­gerðar­kvenna í dag

Hlut­ur kvenna á skján­um sem og í kvik­mynda­leik­stjórn og -hand­rita­gerð hef­ur auk­ist síðustu ár og ný­verið hafa kon­ur einnig verið að sækja í sig veðrið í hlut­verki fram­leiðenda. „Núna eru komn­ir fleiri og öfl­ugri kven­fram­leiðend­ur sem eru með mik­inn fókus á kon­ur,“ seg­ir Dögg. Hún tel­ur að stofn­un WIFT hafi ýtt und­ir viðhorfs­breyt­ing­arn­ar og er ánægð með þær fram­far­ir sem sam­tök­in hafa stuðlað að: „Það er virki­lega gam­an að sjá hvað það skipt­ir miklu máli að  það séu til sam­tök eins og við.“

Aðkomu kvenna að lengri kvik­mynd­um er þó ábóta­vant, seg­ir Dögg, en bar­átta WIFT á Íslandi hef­ur að miklu leyti varðað þau mál. „Þær eru kostnaðarsam­ar og það virðist vera að kon­um sé síður treyst fyr­ir stór­um upp­hæðum. Af því að til dæm­is í heim­ild­ar­mynd­um og stutt­mynd­um þá geng­ur okk­ur oft mjög vel.“

Þá seg­ir Dögg at­hygl­is­vert að á sama tíma og kon­ur séu í raun­inni lík­legri til að fá styrk úr kvik­mynda­sjóði falli mik­ill meiri­hluti fjár­magns til karla. Í sam­an­tekt KMÍ um kynja­hlut­föll í um­sókn­um og út­hlut­un­um frá kvik­mynda­sjóði 2005-2015 kom fram að karl­menn væru í meiri­hluta meðal um­sækj­enda en Dögg bend­ir á að sam­an­tekt á upp­hæðum styrkja hafi ekki fylgt. Tel­ur hún að þar komi mun­ur­inn virki­lega fram.

Dögg seg­ir kvik­myndaiðnaðinn al­mennt vera orðinn meðvitaðri um stöðu mála en hún tel­ur þó nauðsyn­legt að standa vakt­ina áfram. „Við þurf­um að halda áfram að tala um þetta. Við meg­um ekki missa þetta niður.“

Hún tel­ur mik­il­vægt að vel sé haldið utan um mál­efnið til fram­búðar til að tryggja að staða kvenna í grein­inni falli ekki aft­ur í fyrra horf. Í því sam­hengi nefn­ir Dögg um­hverfið í Svíþjóð sem dæmi. Þar séu kynja­hlut­föll í kvik­mynda­heim­in­um reglu­lega tek­in sam­an og all­ir ráðgjaf­ar um styrkja­út­hlut­un fái fræðslu um stöðuna. Tel­ur Dögg að álíka áhersl­ur gætu virkað vel hér á landi.

Að lok­um nefn­ir Dögg að þótt stelp­ur séu dug­leg­ar að fara í list­nám virðast þær oft ekki horfa á kvik­mynda­gerð sem mögu­leika. Hún hvet­ur því all­ar stelp­ur sem íhuga list­nám til að kynna sér kvik­mynda­gerð sem mögu­leg­an vett­vang. Þá seg­ir Dögg að áhuga­söm­um stelp­um og kon­um sé vel­komið að hafa sam­band við WIFT á Íslandi, þar geti þær fengið leiðsögn og ráðgjöf um hvernig er best að aðhaf­ast.

Sjá nánar hér: Bætt staða kvenna í kvikmyndagerð – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR