Síðdegisútvarp Rásar 2 ræddi við Laufeyju Guðjónsdóttir forstoðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í tilefni harðorðs pistils Friðriks Erlingssonar sem Klapptré birti s.l. þriðjudag. Þar gagnrýndi Friðrik meðal annars starfsemi Kvikmyndamiðstöðvar. Laufey sagði miðstöðina meðal annars hugsa um fjölbreytni verkefna við styrkveitingar og að val á verkefnum verði alltaf huglægt upp að vissu marki en ráðgjafar miðstöðvarinnar séu fagmenn með sérþekkingu sem hafi ákveðin viðmið til hliðsjónar.
Hlýða má á viðtalið við Laufeyju hér: Kvikmyndamiðstöð stuðlar að fjölbreytni | RÚV.