HeimEfnisorðWebcam

Webcam

„Webcam“ komin á VOD

Webcam, kvikmynd þeirra Sigurðar Antons Friðþjófssonar og Magnúsar Thoroddsen, er komin í VOD-kerfi símafélaganna.

Greining | Rólegt í bíó

Webcam Sigurðar Antons Friðþjófssonar er í fjórtánda sæti eftir þriðju sýningarhelgi en Hrútar Gríms Hákonarsonar er í því níunda eftir tíundu sýningarhelgi. Aðsókn í kvikmyndahús var lítil þessa vikuna líkt og jafnan er um þetta leyti árs.

DV um „Webcam“: Klámkynslóðin, taka 2

Kvikmynd sem öskrar á núið segir Valur Gunnarsson í DV um Webcam. "Jú, þetta er Ísland og hér gerum við hlutina í öfugri röð. Sagan fjallar því ekki um að glata sakleysi sínu heldur frekar um að endurheimta það."

Sigurður Anton leikstjóri „Webcam“: Þúsund hlutir sem gátu klikkað

Sigurður Anton Friðþjófsson leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Webcam spjallar við aðalleikonu myndarinnar um gerð hennar og hugmyndirnar á bakvið hana. Á eftir fylgir viðtal þar sem þau hafa hlutverkaskipti.

Greining | Líf í „Webcam“ og „Hrútum“

Webcam Sigurðar Antons Friðþjófssonar er í tíunda sæti eftir aðra sýningarhelgi en myndin fékk 841 gest í vikunni. Hrútar Gríms Hákonarsonar er áfram á góðu skriði eftir níundu sýningarhelgi.

Morgunblaðið um „Webcam“: Fjötrar, ást og örbirgð

Hjördís Stefánsdóttir hjá Morgunblaðinu skrifar um Webcam Sigurðar Antons Friðþjófssonar og gefur henni þrjár stjörnur og segir meðal annars: "Þegar á heildina er litið er myndin allt í senn frumleg, ögrandi og krefjandi án þess að vera meiðandi eða groddaraleg. Hún tekur á viðkvæmum málefnum og vekur áhorfendur til umhugsunar um firringu nútímans þar sem hlutverkaleikir og sýndartengsl avatara í netheimum eru farin að þjarma að og skáka nærandi og ástríkum tengslanetum ættingja og vina í raunheimum."

Greining | „Webcam“ opnar í níunda sæti, aðsókn eykst milli helga á „Hrúta“

Webcam Sigurðar Antons Friðþjófssonar er í níunda sæti eftir frumsýningarhelgina en Hrútar Gríms Hákonarsonar tekur góðan kipp uppávið eftir áttundu sýningarhelgi. Sýningum á Bakk er lokið en Albatross er enn í Háskólabíói.

Telmu Huld leiðist að leika sætu stelpuna

Telma Huld Jóhannesdóttir sem leikur annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Webcam sem frumsýnd var í gær, er í viðtali við Morgunblaðið. „"Ég er alveg meir yfir því að fá að leika þessa konu því hún er svo fersk,“ segir Telma sem vílaði ekki fyrir sér að fækka fötum í þágu hlutverksins."

Dáð af þúsundum í „Webcam“

Anna Hafþórsdóttir, sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Webcam, er í viðtali við Morgunblaðið. Almennar sýningar á myndinni hefjast á miðvikudag.

Ný „Webcam“ stikla opinberuð

Ný stikla kvikmyndarinnar Webcam eftir Sigurð Anton Friðþjófsson hefur verið opinberuð og má sjá hana hér. Myndin verður frumsýnd 8. júlí.

Allt að 12 íslenskar bíómyndir í ár?

Útlit er fyrir metár í frumsýningum íslenskra bíómynda, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum gætu allt að 12 íslenskar kvikmyndir ratað á bíótjöld í ár.

Bíómyndin „Webcam“ væntanleg á árinu

Síðar á árinu er væntanleg bíómyndin Webcam, gamanmynd um unga stúlku sem byrjar að hátta sig fyrir framan vefmyndavél. Leikstjóri og handritshöfundur er Sigurður Anton Friðþjófsson, Magnús Thoroddsen Ívarsson er framleiðandi. Anna Hafþórsdóttir fer með aðalhlutverk.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR