"Skörp, launfyndin og grimm skoðun á mannlegu yfirlæti og veikleikum," skrifar Manohla Dargis hjá The New York Times um Volaða land Hlyns Pálmasonar sem nú er sýnd í New York.
Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg fær mjög góða dóma í The New York Times, en myndin er nú sýnd í Bandaríkjunum á vegum dreifingarfyrirtækisins Film Movement.
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson er nú í sýningum í Bandaríkjunum á vegum dreifingarfyrirtækisins Magnolia Pictures og fær nær einróma lof gagnrýnenda. Á safnsíðunni Rotten Tomatoes er myndin þessa stundina með 94% skor miðað við umsagnir 32 gagnrýnenda.
Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson er nú sýnd í bandarískum kvikmyndahúsum á vegum Magnolia Pictures. Myndin fær mjög góð viðbrögð gagnrýnenda.
The New York Times hefur tekið saman lista yfir bestu bandarísku og alþjóðlegu þáttaraðir ársins og er Rétt 3 að finna í síðarnefnda hópnum ásamt með þáttum á borð við Happy Valley, Catastrophe og Gomorrah.
Hrútar verður frumsýnd í Noregi á morgun og fær góða dóma þarlendra gagnrýnenda. Myndin verður síðan frumsýnd í breskum og bandarískum bíóum í næstu viku.
Hross í oss tekur þátt í hinni árlegu hátíð Film Society of Lincoln Center og MoMA, New Directors/New Films, sem hefst í dag og stendur til 30. mars. A. O. Scott gagnrýnandi The New York Times fjallar um myndina.