Stuttmyndin Viktoría eftir Brúsa Ólason var valin besta myndin á Sprettfiskinum, stuttmyndakeppni Stockfish hátíðarinnar og hlaut Brúsi milljón króna tækjaúttekt hjá Kukl í verðlaun.
Kvikmyndin Spoor – eða Slóð - eftir Agnieszka Holland hlaut Silfurbjörninn á Berlínarhátíðinni í fyrra og var sýnd hér á Stockfish hátíðinni. Þetta er nokkurskonar umhverfisverndar-þriller sem segir frá baráttu eldri konu gegn ósvífnum veiðimönnum sem vaða uppi í pólskri sveit. Konan fer sínar eigin leiðir og ekki er allt sem sýnist í þessari ísmeygilegu mynd. Aðalleikona myndarinnar, Agnieszka Mandat, var gestur Stockfish hátíðarinnar á dögunum og ræddi við Klapptré.
Ásgeir H. Ingólfsson ræddi við rússneska leikstjórann Andrey Zvyagintsev á dögunum, en mynd hans Loveless (Ástlaus) er sýnd á Stockfish hátíðinni sem nú stendur yfir í Bíó Paradís.
Nýjasta mynd Andreys Zvyagintsevs, Loveless eða Nelyubov eins og hún heitir á frummálinu, verður sýnd á Stockfish hátíðinni sem hefst 1. mars. Myndin er jafnframt tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki erlendra mynda í ár. Davíð Kjartan Gestsson hjá Menningarvef RÚV ræddi við leikstjórann.
Stockfish hátíðin hefst í fjórða sinn á morgun, fimmtudaginn 1. mars. Um 20 nýjar myndir verða sýndar á hátíðinni, fjölmargir erlendir gestir sækja hátíðina heim og fjöldi ýmiskonar viðburða fer fram en þeir eru ókeypis og öllum opnir.
Handritavinnustofan Midpoint fer fram í tengslum við Stockfish hátíðina dagana 10.-11. mars næstkomandi. Frestur til að senda inn handrit í vinnslu rennur út 9. febrúar. Vinnustofan er ætluð þeim sem eru að vinna að sinni fyrstu eða annarri mynd.
Stockfish Film Festival verður haldin í fjórða sinn í Bíó Paradís dagana 1. til 11. mars næstkomandi. Norski leikstjórinn Iram Haq verður sérstakur gestur hátíðarinnar og meðal helstu mynda er Loveless eftir Andrey Zvyagintsev.
Stockfish óskar eftir stuttmyndum til að keppa um Sprettfiskinn í stuttmyndakeppni hátíðarinnar sem haldin verður í Bíó Paradís dagana 1. – 11. mars 2018.