HeimEfnisorðSöngvakeppnin 2016

Söngvakeppnin 2016

59% áhorf á lokaþætti „Ófærðar“ 

Rúmlega helmingur landsmanna horfði á línulega dagskrá á RÚV bæði á laugardags- og sunnudagskvöld, þegar Söngvakeppnin og lokaþættir Ófærðar voru á dagskrá. Þetta fer nærri því að vera mesta áhorf í heild yfir eina helgi síðan rafrænar mælingar hófust árið 2008, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV.

Tvöfaldur lokaþáttur „Ófærðar“ á sunnudag, stór sjónvarpshelgi framundan

Ákveðið hefur verið að ljúka sýningum á Ófærð næstkomandi sunnudagskvöld með því að sýna þá tvo síðustu þættina saman. „Við vildum verðlauna áhorfendur fyrir þessar frábæru viðtökur sem þáttaröðin hefur fengið með því að stytta biðina erfiðu,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR