Bransadagar RIFF fórum fram 1.-2. október. Í ár var meðal annars rætt um kvikmyndalandið Ísland og þá möguleika sem það býður uppá. Einnig var rýnt í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs, auk þess sem ungt og upprennandi fólk í kvikmyndum og sjónvarpi sagði frá reynslu sinni.
Verðlaunaafhenfing RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, fór fram í gærkvöldi á netinu. Þetta er ekki jarðarför, þetta er upprisa (This is Not a Burial, It’s a Resurrection) hlaut Gyllta lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar í ár. Myndin er í leikstjórn Lemohangs Jeremiahs Moseses handritshöfundar, leikstjóra og listamanns frá Lesótó.
Hinir árlegu Bransadagar RIFF verða settir fimmtudaginn 1. október. Í ár er lögð áhersla á að kynna ný íslensk verk í vinnslu og kvikmyndalandið Ísland auk þess sem rýnt verður í þær áskoranir sem blasa við kvikmyndaheiminum í kjölfar heimsfaraldurs.
Bransadagar RIFF fara fram samhliða hátíðinni og þar er að finna ýmiskonar viðburði, meistaraspjall, frásagnir úr baráttunni og pallborðsumræður um það sem hæst ber þessi misserin.
Anna Hildur Hildibrandsdóttir frumsýnir nýja heimildamynd sína, A Song Called Hate (Hatrið) á væntanlegri RIFF hátíð. Fréttablaðið ræddi við hana og Klemens Hannigan Hatarameðlim um myndina sem fjallar um ferð hljómsveitarinnar Hatari á Eurovison vorið 2019.
Sjötíu stelpur í 8. og 9. bekk spreyta sig á kvikmyndagerð í kvikmyndasmiðjunni Stelpur filma! sem nú stendur yfir á vegum RIFF í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
Heimildamyndin Þriðji póllinn eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur verður opnunarmynd RIFF í ár. Myndin verður frumsýnd í Háskólabíói 24. september þegar hátíðin verður sett í sautjánda sinn. Sena dreifir myndinni sem verður tekin til almennra sýninga eftir frumsýningu.
RIFF hátíðin verður að mestu leyti haldin á netinu í ár, en þó fara bransadagar fram í Norræna húsinu og í samræmi við reglur um sóttvarnir. Hátíðin verður sett þann 24. september næstkomandi og stendur til 4. október, en áformað er að sýna evrópskar kvikmyndir fram eftir hausti á sérstökum þemavikum og byggja brú yfir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem eiga að fara fram í Hörpu í desember.
Frédéric Boyer, dagskrárstjóri hinna kunnu kvikmyndahátíða Les Arcs og Tribeca, fer fyrir dagskrárnefnd RIFF í ár og ber ábyrgð á keppnisflokknum Vitrunum.