Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var valin besta íslenska stuttmyndin á nýafstaðinni RIFF hátíð. Myndin hlaut verðlaun Minningarsjóðs Thors Vilhjálmssonar.
Lokahóf RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fór fram í Hvalasafninu í gærkvöldi. Þar var hátíðinni formlega slitið og verðlaun veitt í keppnisflokkum hátíðarinnar.
Hjördís Stefánsdóttir skrifar um Sundáhrifin Sólveigar Anspach í Morgunblaðið í dag, en myndin er frumsýnd á RIFF en verður svo tekin til sýninga í Bíó Paradís. Hjördís gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu og segir að í henni bjóðist "áhorfendum að flandra um með persónum í töfrandi söguheimi þar sem einlægar tilfinningar ráða för og duttlungafullt háttalag leiðir tíðum til spaugilegra árekstra."
Í tilefni þess að pólska kvikmyndin United States of Love verður sýnd á RIFF, endurbirtum við viðtal Ásgeirs H. Ingólfssonar við leikstjórann Tomasz Wasilewski sem tekið var á Berlínarhátíðinni síðustu þar sem myndin hlaut verðlaun fyrir besta handritið (viðtalið birtist upphaflega þann 10. mars s.l.).
RIFF hefst á morgun og sýnir um 70 kvikmyndir á 11 dögum auk ýmiskonar sérviðburða. Ég tíndi út tíu myndir (eða myndaraðir) sem mér þykja forvitnilegar - en endilega farið vel yfir úrvalið.
Einn heiðursgesta RIFF 2016 er indverska leikstýran Deepa Mehta. Morgunblaðið ræddi við hana um nýjustu mynd hennar, Anatomy of Violence, sem sýnd verður á hátíðinni.
Hjálmtýr Heiðdal, einn framleiðenda heimildamyndarinnar Baskavígin, er í viðtal við Morgunblaðið þar sem hann ræðir myndina og gerð hennar. Myndin er nú á San Sebastian hátíðinni og verður sýnd á RIFF.
Arnar Þórisson er tilnefndur til Lettnesku kvikmyndaverðlaunnana sem kvikmyndatökumaður ársins fyrir kvikmyndina Es esmu šeit (Mellow Mud). Myndin var verðlaunuð á síðustu Berlínarhátíð og verður sýnd á RIFF.
Alls verða níu frumsýningar á íslenskum myndum og myndum sem tengjast landinu á einhvern máta í flokknum Ísland í brennidepli – Icelandic Panorama á væntanlegri RIFF hátíð.
Alls verða átján íslenskar stuttmyndir sýndar á RIFF í ár. Meðal viðfangsefna þeirra eru vinátta, foreldrahlutverkið, líf án tækni, íslenskir sjóbrettakappar og réttir.