Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir munu leikstýra þáttaröðinni Vigdís, sem segir söguna af því hvernig Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands. Nína Dögg Filippusdóttir mun fara með aðalhlutverkið.
Heimildamyndin UseLess eftir Rakel Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur var á dögunum valin besta heimildamyndin á International Green Film Festival í Krakow í Póllandi og hlaut jafnframt Best Environmental Film Award á DOC LA heimildamyndahátíðinni í Los Angeles. Myndin hefur nú hlotið fjögur alþjóðleg verðlaun, en hún var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor.
Heimildamyndin UseLess eftir Rakel Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur fékk á dögunum tvær viðurkenningar á kvikmyndahátíðinni Deauville Green Awards sem fer fram ár hvert í Deauville í Frakklandi. Þetta voru annars vegar silfurverðlaun í flokknum Fight and adaption to climate change og hins vegar sérstaka viðurkenningu frá EcoAct.
Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða fyrir Vesturport og í samvinnu við 365 og Pegasus. Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Hilmar Jensson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson fara með helstu hlutverk. Erlendur Cassata myndar og Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus er yfirframleiðandi.
Framleiðandinn Rakel Garðarsdóttir (Vesturport), leikkonan og handritshöfundurinn Nína Dögg Filipusdóttir og leikstjórinn Ísold Uggadóttir sóttu kvikmyndahátíðina í Cannes á dögunum þar sem þær kynntu bíómyndarverkefni sitt um Vigdísi Finnbogadóttur og kjör hennar sem fyrsta kvenforseta heimsins.
Eva Sigurðardóttir tekur þátt í "pitch" keppni á Cannes hátíðinni, ShortsTV, þar sem fimm bestu "pitchin" eru valin úr af kjósendum á netinu. Kosningunni lýkur kl. 16 á morgun miðvikudag, en sigurvegari verður kynntur á fimmtudag. Sá fær 5000 evrur til þess að framleiða mynd sína. Smelltu hér ef þú vilt styðja Evu til sigurs og mundu að staðfesta atkvæðið neðst á síðunni.