HeimEfnisorðOut of Thin Air

Out of Thin Air

[Könnun] Veldu bestu íslensku myndirnar 2017

Lesendur Klapptrés geta nú valið bestu íslensku bíómyndina, leikna sjónvarpsefnið og heimildamyndina 2017 í þar til gerðri könnun. Kosningu lýkur kl. 14 á gamlársdag og verða úrslit þá kynnt.

Starafugl um „Out of Thin Air“: Þunnt loft – og þungt

Snorri Páll skrifar á Starafugl um heimildamyndina Out of Thin Air og segir hana "ekki upp á sérlega marga frumlega fiska, sé litið til þátta á borð við myndbyggingu, klippingu, fagurfræði, tónlist og frásagnaraðferð." Hann gagnrýnir einnig harðlega nálgun höfunda gagnvart efniviðnum.

Aðsókn | 18 þúsund á „Undir trénu“ eftir aðra helgi

Undir trénu nýtur áfram góðrar aðsóknar en nú hafa um 18 þúsund manns séð myndina eftir aðra sýningarhelgi. Myndin fer úr öðru sæti í það fyrsta.

„Out of Thin Air“ sýnd á BBC Four í gærkvöldi, fær glimrandi umsagnir

Out of Thin Air, heimildamyndin um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, var sýnd á BBC Four í gærkvöldi. Breskir fjölmiðlar eru upp til hópa afar jákvæðir í garð myndarinnar.

Sýningar hefjast í dag á „Out of Thin Air“

Kvikmyndin Out of Thin Air var frumsýnd í gærkvöldi í Bíó Paradís í Reykjavík, en myndin fjallar um hvarf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1974. RÚV segir frá og ræðir við stjórnanda myndarinnar, Dylan Howitt.

Á þriðja tug íslenskra kvikmynda á leiðinni uppá tjald á næstunni

Útlit er fyrir fjölda frumsýninga íslenskra kvikmynda í haust og á fyrrihluta næsta árs eða sextán bíómynda og að minnsta kosti átta heimildamynda í fullri lengd. Aldrei áður hafa jafn margar myndir verið tilbúnar eða á lokastigum vinnslu.

Lokað fyrir snemmbúna birtingu á „Out of Thin Air“ á Netflix, frumsýnd í Bíó Paradís 9. ágúst

Heimildamyndin Out of Thin Air sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, verður frumsýnd í Bíó Paradís 9. ágúst. Í gær kom í ljós að myndin var fyrir mistök fáanleg á Netflix, þar á meðal á Íslandi, en búið er að loka fyrir birtingu. Hún verður opinberuð hjá streymisveitunni í lok september en áður, í byrjun septembermánaðar, verður hún sýnd á RÚV.

Sex íslenskar kvikmyndir á Nordisk Panorama

Sex íslenskar stutt- og heimildamyndir hafa verið valdar á Nordisk Panorama hátíðina sem fram fer 21.-26. september í Malmö, Svíþjóð. Þetta eru heimildamyndin Out of Thin Air og stuttmyndirnar Frelsun, Fantasy on Sarabanda, Skuggsjá, Búi og Engir draugar.

Screen um „Out Of Thin Air“: Heillandi og grípandi

Umsögn um heimildamyndina Out of Thin Air birtist á vef Screen International í gær, en myndin er nú sýnd á Sheffield hátíðinni. Útkoman er sögð heillandi og áhugaverður þriller.

[Stikla] Out of Thin Air

Stikla heimildamyndarinnar Out of Thin Air, sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, hefur verið opinberuð og má skoða hér.

Umsögn Toronto Film Scene um „Out of Thin Air“  

Fjallað er um íslensk/bresku heimildamyndina Out of Thin Air á kanadíska kvikmyndavefnum Toronto Film Scene, en myndin er nú til sýnis á Hot Docs hátíðinni þar í borg. Gagnrýnandi vefsins mælir með henni fyrir "þolinmóða áhorfendur sem kjósa greindarlegar sannsögulegar sakamálasögur umfram þær subbulegu."

“Out of Thin Air” snýst um takmarkanir minnisins

Vefurinn Real Screen sem snýst um heimildamyndir, fjallar um Out of Thin Air, heimildamyndina um Guðmundar- og Geirfinnsmálið sem frumsýnd er á Hot Docs hátíðinni og ræðir við framleiðandann og sálfræðinginn Andy Glynne.

„Out of Thin Air“, heimildamynd um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, heimsfrumsýnd á Hot Docs hátíðinni

Myndin hefst á hinni dramatísku sögu af hvarfi Guðmundar Einarssonar og svo Geirfinns Einarssonar árið 1974. Síðan víkur sögu til þeirra sex ungmenna sem handtekin voru fyrir að hafa ráðið þeim bana. Byggt er á fyrstu handar frásögn þeirra sem upplifðu þessi mál.

Netflix meðal fjárfesta í mynd Sagafilm um Guðmundar- og Geirfinnsmálið

Heim­ild­ar­mynd um Guðmund­ar- og Geirfinns­málið verður frum­sýnd á fyrstu mánuðum næsta árs, en Sagafilm vinn­ur um þess­ar mund­ir að fram­leiðslu henn­ar ásamt Mosaic Films í Bretlandi, BBC, RÚV og banda­rísku efn­isveit­unni Net­flix.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR