Jóna Gréta Hilmarsdóttir skrifar í Morgunblaðið um Topp tíu möst eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur og segir hana meðal annars skemmtilega afþreyingu þar sem vel skrifuð og hnyttin atriði fái áhorfendur til að hlæja, en hún skilji ekki mikið eftir.
Lífsleið miðaldra kona og hortugt flóttafangakvendi ferðast þvert yfir landið á vit ævintýranna meðan þær enn geta í gmanamyndinni Topp tíu möst eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur.
Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir fara með aðalhlutverkin í gamanmyndinni Topp tíu möst eftir Ólöfu B. Torfadóttur. Þetta er kolsvört kómedía um viðkvæm málefni en sett upp á spaugilegan hátt.
Þáttaröðin Skvís í leikstjórn Reynis Lyngdal kemur í Sjónvarp Símans í lok mars. Tanja Björk Ómarsdóttir, Hlín Ágústsdottir, Ólöf Birna Torfadóttir og Silja Rós Ragnarsdóttir skrifa handrit.
"..óbeint innlegg í femíníska umræðu og ágæt áminning um tvöfalt siðgæði kynjanna, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 um Hvernig á að vera klassa drusla.
"Myndin er afar lofandi frumraun leikstjórans og ferskur andblær í íslenskt kvikmyndalandslag," segir Gunnar Ragnarsson hjá Morgunblaðinu meðal annars í umsögn sinni um Hvernig á að vera klassa drusla eftir Ólöfu B. Torfadóttur.
"Hvernig á að vera klassa drusla er hressandi og skemmtileg mynd sem gerir út á ærslagang og grín þar sem stelpurnar taka völdin, gefa staðalímyndum langt nef, og sýna svo ekki verður um villst að það er alveg hægt að vera klassa drusla," skrifar Edda Karitas Baldursdóttir í Fréttablaðið.
Sýningar hefjast í dag á frumraun Ólafar Birnu Torfadóttur, Hvernig á að vera klassa drusla. Upphaflega stóð til að myndin kæmi út fyrir ári síðan, en sökum faraldursins var frumsýningu frestað ítrekað. Fréttablaðið ræddi við Ólöfu um verkið.
Sýningum á gamanmyndinni Hvernig á að vera klassa drusla eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur hefur verið frestað um óákveðinn tíma og þarf ekki að koma á óvart. Fyrirhugað var að frumsýna myndina 3. apríl.
Ólöf Birna Torfadóttir sendir frá sér fyrstu bíómynd sína, Hvernig á að vera klassa drusla, þann 3. apríl næstkomandi. DV ræddi við hana um verkið og hugmyndirnar á bakvið það.
Bergmál, nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sem er nú í þróun, hefur verið valin til þátttöku í Coproduction Village, samframleiðslumarkaði kvikmyndahátíðarinnar í Les Arcs í Frakklandi sem fram fer uppúr miðjum desember. Frumraun Ólafar Birnu Torfadóttur, Hvernig á að vera klassa drusla, hefur einnig verið valin í hliðarprógramm sem helgað er fyrstu myndum leikstjóra.
Stuttmynd Ólafar Birnu Torfadóttur, Síðasta sumar, var verðlaunuð á Los Angeles Independent Film Festival sem fram fór í ágúst. Myndin hlaut verðlaun í flokknum Best Comedy/Drademy, Foreign.