HeimEfnisorðJóhann Ævar Grímsson

Jóhann Ævar Grímsson

SYSTRABÖND ekki byggð á HYSTORY

Höfundar og framleiðendur þáttaraðarinnar Systrabönd hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðna um möguleg likindi verksins við leikritið Hystory.

Mikil líkindi sögð með leikriti og þáttaröð: Tvö ólík verk segir leikstjóri þáttaraðarinnar, spark í magann segir leikskáldið

Kristín Eiríksdóttir rithöfundur og leikskáld flutti í gær pistil í Viðsjá á Rás 1 þar sem hún lýsir því að það hafi verið sem spark í maga að komast að því að þáttaröðin Systrabönd eru eins að efni til og upplagi eins og leikrit hennar Hystory.

Jóhann Ævar Grímsson um SYSTRABÖND: Ekki hver gerði það, heldur afhverju

Jóhann Ævar Grímsson er tilnefndur til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna í ár fyrir þáttaröðina Systrabönd sem væntanleg er í Sjónvarp Símans á þessu ári. Verðlaunin verða afhent á Gautaborgarhátíðinni. Nordic Film & TV News ræddi við hann af þessu tilefni.

Sagafilm undirbýr þáttaröðina SYSTRABÖND í samvinnu við Símann, Sky Studios, NBCU og  NENT

Glæpaserían Systrabönd er nú í vinnslu hjá Sagafilm og verður verkefnið kynnt á Gautaborgarhátíðinni sem nú stendur yfir. Silja Hauksdóttir mun leikstýra þáttunum sem verða sex, Jóhann Ævar Grímsson og Björg Magnúsdóttir skrifa handrit. Þættirnir verða sýndir 2021.

Tökur hefjast á sænsk/íslensku þáttaröðinni „20/20“

Tökur hefjast í næstu viku á þáttaröðinni 20/20 sem framleidd er af Sagafilm og sænska framleiðslufyrirtækinu Yellow Bird. Gerðir verða tíu þættir og standa tökur fram á vor hér á landi. Jóhann Ævar Grímsson, Birkir Blær Ingólfsson og Jón­as Mar­geir Ing­ólfs­son skrifa handrit þáttanna sem er lýst sem einskonar "eco-þriller".

Spjallað við handritshöfunda „Stellu Blómkvist“

Á fréttavef Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins er rætt við handritshöfunda þáttaraðarinnar Stellu Blómkvist; Jóhann Ævar Grímsson, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Andra Óttarsson. Verkið keppir nú um Norrænu sjónvarpsverðlaunin á Gautaborgarhátíðinni.

LevelK höndlar alþjóðlega sölu á „Víti í Vestmannaeyjum“

Danska sölufyrirtækið LevelK mun höndla alþjóðlega sölu á kvikmyndinni Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson. Myndin, sem er frumsýnd hér á landi í mars, verður kynnt kaupendum á Evrópska kvikmyndamarkaðinum sem fram fer á Berlinale hátíðinni í febrúar.

Jóhann Ævar Grímsson tilnefndur til norrænna handritsverðlauna fyrir „Stellu Blómkvist“

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur kynnt tilnefningar til sjónvarpshandritaverðlauna sinna, en þetta er í annað skiptið sem þau eru veitt. Fulltrúi Íslands er Jóhann Ævar Grímsson fyrir handritið að þáttaröðinni Stellu Blómkvist.

Jóhann Ævar: Fáránlegt að leggja handritaskrif fyrir kvikmyndir og sjónvarp að jöfnu

Jóhann Ævar Grímsson handritshöfundur og þróunarstjóri Sagafilm leggur útaf tilkynningu Kvikmyndamiðstöðvar um hækkanir á handrita- og þróunarstyrkjum á Facebook síðu sinni og er ekki sáttur við að sömu heildarupphæðir séu í boði fyrir handritaskrif kvikmynda og þáttaraða.

„Stella Blómkvist“ í bak og fyrir

Drama Quarterly fjallar um þáttaröðina Stellu Blómkvist sem verður til sýnis í Sjónvarpi Símans og á Viaplay í lok nóvember. Rætt er við Óskar Þór Axelsson leikstjóra, Kjartan Þór Þórðarson framleiðenda, Heiðu Rún Sigurðardóttur (Heiðu Reed) sem fer með aðalhlutverkið og Jóhann Ævar Grímsson aðalhandritshöfund.

Tökur standa yfir á þáttaröðinni „Stellu Blómkvist“

Tökur standa nú yfir á þáttaröðinni Stellu Blómkvist í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar. Þættirnir eru byggðir á samnefndum bókum eftir samnefndan hulduhöfund. Heiða Rún Sigurðardóttir (Poldark) fer með aðalhlutverkið, en Sagafilm framleiðir fyrir Sjónvarp Símans. Þættirnir eru væntanlegir í haust.

Viðbrögð við pistli Friðriks Erlingssonar: á að skjóta sendiboðann eða fagna umræðunni?

Pistill Friðriks Erlingssonar um stöðu íslenskra sjónvarpsþáttaraða, sem Klapptré birti s.l. þriðjudag hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlegan lestur. Margir af stærri miðlum landsins á borð við Vísi, RÚV, DV og Kjarnann hafa fjallað um hann og þess verður óneitanlega vart á Fésbók að töluverðar umræður hafa skapast bæði um pistilinn sem og viðfangsefni hans; leikið sjónvarpsefni.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR