Ekki einleikið er tilraunakennd heimildamynd eftir þær Ásthildi Kjartansdóttur og Önnu Þóru Steinþórsdóttur. Bíó Paradís tekur myndina til sýninga frá og með 14. október.
"Yfir myndinni allri er hjartanlegur bjarmi, hún er fumlaus og á sannarlega erindi," segir Björn Þór Vilhjálmsson um heimildamyndina Söngur Kanemu á Hugrás.
Heimildamyndin Söngur Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur verður frumsýnd 6. september í Bíó Paradís. Myndin hlaut bæði dómnefndar- og áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni í vor.
Söngur Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur vann hug og hjörtu bæði dómnefndar og áhorfenda á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði sem lauk í gærkvöldi.
Myndin segir sögu Álafoss ullarverksmiðjunnar og fólksins sem þar vann. Hjálmtýr Heiðdal hjá Seylunni framleiðir ásamt Hildi Margrétardóttur og Guðjóni Sigmundssyni.
Sú ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar að styrkja Heimili kvikmyndanna ses til að endurvekja Kvikmyndahátíð Reykjavíkur en ekki RIFF eins og undanfarin tíu ár, er umdeild.
Heimildamyndin Blómgun um Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu var frumsýnd á RÚV þann 5. janúar s.l. og vakti mikla athygli. Hana má nú sjá í Sarpi RÚV.