Stofnaður hefur verið undirskriftalisti á Ísland.is þar sem hægt er að skrifa undir áskorun til Alþingis um að afstýra enn einum niðurskurði Kvikmyndasjóðs.
Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir að ráðherra verði falið að undirbúa lagasetningu um kvaðir á framlag hins opinbera til kvikmyndagerðar til þess að tryggja að allt starfsfólk í kvikmyndagerð fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi í samræmi við lög og gildandi kjarasamninga hverju sinni.
Frumvarp menningar- og viðskiptaráðherra um breytingu á kvikmyndalögum, nr. 137/2001 var samþykkt á Alþingi í gær. Breytingin staðfestir meðal annars nýjan styrkjaflokk innan Kvikmyndasjóðs til lokafjármögnunar á umfangsmiklum leiknum sjónvarpsþáttaröðum.
Í breytingatillögum Atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps um 35% endurgreiðslu er lagt til að lágmark framleiðslukostnaðar verði 350 milljónir króna í stað 200 milljóna eins og lagt er til í frumvarpinu. Atkvæði verða greidd um frumvarpið í dag samkvæmt dagskrá Alþingis.
Forsvarsmenn hagsmunafélaga kvikmyndagreinarinnar hafa sent frá sér opið bréf til alþingismanna þar sem skorað er á þá að auka framlög til sjónvarpshluta Kvikmyndasjóðs, en þaðan er veitt fé til gerðar leikinna þáttaraða.
Alþingi samþykkti í dag ný lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar samþykkt á Alþingi. Endurgreiðslan verður því 25% frá og með næstu áramótum og næstu 5 árin þar á eftir.