Samkvæmt þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar er fyrirhugað að leggja fram frumvarp um menningarframlag streymisveita í mars næstkomandi. Gert er ráð fyrir að tekjur af menningarframlaginu gætu numið um 260 milljónum króna árlega.
Flestir flokkanna sem nú bjóða fram til Alþingis vilja gera samkomulag við kvikmyndagerðina til næstu fjögurra ára. Þetta kom fram á málþinginu Setjum menninguna á dagskrá sem BÍL stóð fyrir í húsnæði LHÍ í gær með fulltrúum stjórnmálaflokkanna.
Hópur kvikmyndagerðarfólks birtir grein á Vísi þar sem farið er yfir það hvernig hækkun á framlögum í Kvikmyndasjóð kom til og breiðri þverpólitískri samstöðu innan fjárlaganefndar þakkað.
Meirihluti náðist í fjárlaganefnd um að leggja til að 300 milljónum króna yrði bætt í Kvikmyndasjóð á næsta ári, sem og 100 milljónum á yfirstandandi ári. Áður hafði staðið til að skera enn og aftur niður og nú um vel á annað hundrað milljónir. Kvikmyndagreinin fagnar þessu og lítur á sem gott skref í rétta átt eftir nokkurra ára stórfelldan niðurskurð.
Fyrirhuguðum niðurskurði Kvikmyndasjóðs verður afstýrt, verði breytingatillaga fjárlaganefndar samþykkt á Alþingi. Gert er ráð fyrir að 300 milljónir króna bætist í sjóðinn á næsta ári frá því sem upphaflega var lagt til. Þá er einnig gert ráð fyrir að 100 milljónir króna bætist í sjóðinn á þessu ári.
Þingmönnum hefur verið sendur undirskriftalisti og bréf þar sem þeir eru hvattir til að afstýra enn einum niðurskurði Kvikmyndasjóðs. Leikstjórar, leikarar og Óskarsverðlaunatónskáld eru meðal þeirra sem skrifa undir bréfið.
Fólkið í kvikmyndagreininni hefur á undanförnum dögum sett nöfn sín á undirskriftalista þar sem skorað er á Alþingi að afstýra enn einum niðurskurði Kvikmyndasjóðs með því að færa hluta af endurgreiðsluheimild næsta árs til Kvikmyndasjóðs. Gert er ráð fyrir að Alþingi afgreiði fjárlög í næstu viku.
Stofnaður hefur verið undirskriftalisti á Ísland.is þar sem hægt er að skrifa undir áskorun til Alþingis um að afstýra enn einum niðurskurði Kvikmyndasjóðs.
Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem gert er ráð fyrir að ráðherra verði falið að undirbúa lagasetningu um kvaðir á framlag hins opinbera til kvikmyndagerðar til þess að tryggja að allt starfsfólk í kvikmyndagerð fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi í samræmi við lög og gildandi kjarasamninga hverju sinni.
Frumvarp menningar- og viðskiptaráðherra um breytingu á kvikmyndalögum, nr. 137/2001 var samþykkt á Alþingi í gær. Breytingin staðfestir meðal annars nýjan styrkjaflokk innan Kvikmyndasjóðs til lokafjármögnunar á umfangsmiklum leiknum sjónvarpsþáttaröðum.
Í breytingatillögum Atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps um 35% endurgreiðslu er lagt til að lágmark framleiðslukostnaðar verði 350 milljónir króna í stað 200 milljóna eins og lagt er til í frumvarpinu. Atkvæði verða greidd um frumvarpið í dag samkvæmt dagskrá Alþingis.
Forsvarsmenn hagsmunafélaga kvikmyndagreinarinnar hafa sent frá sér opið bréf til alþingismanna þar sem skorað er á þá að auka framlög til sjónvarpshluta Kvikmyndasjóðs, en þaðan er veitt fé til gerðar leikinna þáttaraða.
Alþingi samþykkti í dag ný lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar samþykkt á Alþingi. Endurgreiðslan verður því 25% frá og með næstu áramótum og næstu 5 árin þar á eftir.