spot_img

Skorað á Alþingi að afstýra niðurskurði Kvikmyndasjóðs

Stofnaður hefur verið undirskriftalisti á Ísland.is þar sem hægt er að skrifa undir áskorun til Alþingis um að afstýra enn einum niðurskurði Kvikmyndasjóðs.

Áskorunin er svohljóðandi:

Áskorun til Alþingis vegna alvarlegrar stöðu Kvikmyndasjóðs.

Við undirritað fagfólk í kvikmyndagerð skorum á fulltrúa okkar á Alþingi að afstýra þeim mikla niðurskurði á Kvikmyndasjóði sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir – þriðja árið í röð. Niðurskurðurinn nemur samtals um 500 milljónum króna og mun hafa mjög slæm áhrif á íslenska kvikmyndagerð bæði til skamms tíma og langs. Til að leysa málið leggjum við til að framlög til Kvikmyndasjóðs verði hækkuð um 500 milljónir á næsta ári en endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar verði lækkaðar um sömu upphæð. Þessi einfalda aðgerð mun forða því tjóni sem blasir við íslenskri kvikmyndagerð en draga úr stuðningi við erlenda kvikmyndaframleiðslu. Samkvæmt rannsóknum munu þessar 500 milljónir leiða til umsvifa í hagkerfinu upp á 3.5 milljarða og skatttekjur ríkisins af þeim umsvifum verða 1.500 milljónir. Þessi aðgerð mun því koma ríkissjóði vel. Við skorum því á alla þingmenn að sameinast um þessa tillögu og afstýra þeim skaða sem annars blasir við íslenskri kvikmyndagerð – og íslenskri menningu.

Hægt er að skrifa undir hér.

HEIMILDÍsland.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR