spot_img

Guðný Halldórsdóttir segir frá ævi og ferli í nýrri bók

Út er komin bókin Duna - saga kvikmyndagerðarkonu eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og Guðrúnu Elsu Bragadóttur. Þar segir Guðný Halldórsdóttir leikstýra frá ævi og ferli.

Segir í kynningu um bókina:

Guðný Halldórsdóttir, Duna, er afkastamesta kvikmyndagerðarkona þjóðarinnar. Eftir hana liggja ástsælar gamanmyndir eins og Stella í orlofi en líka dramatískar myndir líkt og Veðramót auk fjölda heimildarmynda og sjónvarpsþátta. Hér hefur Duna sjálf orðið og fer yfir viðburðaríkan feril í sprenghlægilegu en heiðarlegu uppgjöri.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR