spot_img

Þau hlutu Íslensku sjónvarpsverðlaunin 2023-2024

Íslensku sjónvarpsverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í kvöld í Gamla bíói. Á hátíðinni voru veitt verðlaun fyrir sjónvarpsefni frá Sýn, Sjónvarpi Símans og RÚV fyrir árin 2023 og 2024.

Bogi Ágústsson fréttamaður, hlaut heiðursverðlaun Íslensku sjónvarpsverðlaunanna að þessu sinni.

Verðlaunahafar eru sem hér segir:

Leikið sjónvarpsefni ársins
2023: Afturelding
2024: Húsó

Sjónvarpsefni ársins (val fólksins)
2023: Afturelding
2024: Bannað að hlæja

Barna- og unglingaefni ársins
2023: Hvítar lygar
2024: Krakkaskaupið 2024

Leikstjóri ársins
2023: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Gagga Jónsdóttir, Elsa María Jakobsdóttir fyrir Aftureldingu
2024: Hannes Þór Halldórsson, Allan Sigurðsson, Hannes Þór Arason fyrir IceGuys 2

Leikkona ársins
2023: Svandís Dóra Einarsdóttir fyrir Aftureldingu
2024: Ólafía Hrönn Jónsdóttir fyrir Svörtu sanda II

Leikari ársins
2023: Þórhallur Sigurðsson fyrir Arfinn minn
2024: Pálmi Gestsson fyrir Svörtu sanda II

Handrit ársins
2023: Afturelding
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Halldór Laxness Halldórsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Katrín Björgvinsdóttir
2024: Húsó
Arnór Pálmi Arnarson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir (undir dulnefninu Hekla Hólm)

Skemmtiefni ársins
2023: IceGuys
2024: Kappsmál

Frétta- eða viðtalssefni ársins
2023: Kveikur
2024: RAX augnablik 2024

Íþróttaefni ársins
2023: Skaginn
2024: Grindavík

Heimildaefni ársins
2023: Stormur
2024: Grindavík

Tónlist ársins
2023: Afturelding – Davíð Berndsen
2024: DIMMA (The Darkness) – Atli Örvarsson, Kjartan Holm og Sindri Már Sigfússon

Sjónvarpsmanneskja ársins
2023: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fyrir Tvíbura
2024: Ása Ninna Pétursdóttir fyrir Sveitarómantík

Menningar- og mannlífsefni ársins
2023: Hvunndagshetjur II
2024: Sveitarómantík

Sjónvarpsviðburður ársins
2023: Úrslitakeppnin í körfubolta 2023
2024: X24 Kosningavaka

Útsendingarstjóri ársins
2023: Björgvin Harðarson fyrir Idol 2023
2024: Ragnar Eyþórsson fyrir Vikuna með Gísla Marteini

Hljóð ársins
2023: Afturelding – Rune Klausen og Sebastian Vaskio
2024: Húsó – Gunnar Árnason

Klipping ársins
2023: Afturelding – Kristján Loðmfjörð
2024: Húsó – Úlfur Teitur Traustason

Kvikmyndataka ársins
2023: Afturelding – Jakob Ingimundarson og Ásgrímur Guðbjartsson
2024: Svörtu sandar II – Jóhann Máni Jóhannsson

Brellur ársins
2023: Jan Daghelinckx fyrir Heima er best
2024: Sigurgeir Arinbjarnarson fyrir Svörtu sanda II

Búningar ársins
2023: Margrét Einarsdóttir fyrir Aftureldingu
2024: Eva Lind Rútsdóttir fyrir Ráðherrann 2

Gervi ársins
2023: Josephine Hoy fyrir Aftureldingu
2024: Ragna Fossberg fyrir Draumahöllina

Leikmynd ársins
2023: Tonie Zetterström fyrir Heima er best
2024: Guðni Rúnar Gunnarsson fyrir DIMMU (The Darkness)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR