Í tilkynningu frá Menningar, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu segir meðal annars:
Í apríl 2024 óskaði þáverandi menningar- og viðskiptaráðherra eftir því að ráðist yrði í óháða úttekt á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík (RIFF) í kjölfar þess að kallað var eftir viðbrögðum ráðuneytisins við gagnrýni á hátíðina og stjórnarhætti framkvæmdastjóra hennar.
KPMG var fengið til úttektarinnar sem varð að endingu tvíþætt. Markmiðið var að meta efnahagslegan og menningarlegan ávinning af rekstri kvikmyndahátíðarinnar. Í kjölfarið var ljóst að rýna þyrfti betur ýmsa rekstrarlega þætti hátíðarinnar og því var óskað eftir viðauka þess efnis.
Ráðuneytið hefur í kjölfar úttektarinnar farið yfir og endurbætt fyrirkomulag samningagerðar ráðuneytisins. Sú vinna er vel á veg komin og miðar meðal annars að því að einfalda umsýslu og auka eftirlit með ráðstöfun opinbers fjár. Verður meðal annars tekið mið af ábendingum KPMG til ráðuneytisins við vinnslu úttektarinnar og litið til alþjóðlegra viðmiða. Auknar kröfur, í hlutfalli við fjárhæð styrks, verða gerðar til styrkþega m.a. til gagnaskila og gagnsæis. Breytt verklag við samninga verður kynnt styrkþegum sérstaklega.
Ráðuneytið tekur fram að athugasemdirnar séu yfirstrikaðar að hluta með tilliti til virkra fjárhags- eða viðskiptahagsmuna þriðju aðila.
Úttekt á RIFF
Skýrslan er alls 67 síður og má lesa í heild sinni hér. Eftirfarandi samantekt er að finna á blaðsíðu 4:
Úttekt á fjármálum RIFF
Úttektin á RIFF lá fyrir í desember 2024. Í kjölfarið var ljóst að rýna þyrfti betur ýmsa rekstrarlega þætti hátíðarinnar og því var óskað eftir viðauka þess efnis, að sögn ráðuneytisins.
Seinni skýrslan, Greining á rekstrar- og launagögnum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík ehf. er dagsett í júlí 2025. Skýrslan er alls 23 síður. Í samantekt á blaðsíðu 2 kemur eftirfarandi fram:
Á blaðsíðu 7 er birt yfirlit niðurstaðna og þar segir:
Svör Hrannar Marinósdóttur hjá RIFF
Hrönn Marinósdóttir, eigandi og stjórnandi RIFF, svarar ýmsu því sem fram kemur í báðum skýrslum í bréfi upp á 16 síður. Þar segir við upphaf:
Svarbréf Hrannar má lesa í heild hér.
















