spot_img

TOPP TÍU MÖST yfir fimm þúsund gesti

Topp tíu möst komin yfir fimm þúsund gesti og Elskling Lilju Ingólfsdóttur í um 4 þúsund gesti.

108 sáu Topp tíu möst í vikunni, en alls hafa séð hana 5,098 manns eftir sjöundu sýningarhelgi.

96 gestir sáu Ljósvíkinga í vikunni, en alls hafa 17,183 séð hana eftir 12. helgi.

Þá má geta þess að norska kvikmyndin Elskling eftir Lilju Ingólfsdóttur, sem sýnd hefur verið í Bíó Paradís undanfarnar níu vikur, hefur fengið alls 3,964 gesti sem teljast verður gott.

Aðsókn á íslenskar myndir 18.-24. nóv. 2024

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
7 Topp tíu möst 108 (250) 5,098 (4,990)
12 Ljósvíkingar 96 (221) 17,183 (17,087)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR