Þórhallur Gunnarsson hættir hjá Sýn

Þórhallur Gunnarsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri fjölmiðla Sýnar. Þetta kemur fram á Vísi. Hann segir átök um eignarhald hjá félaginu hafa fengið hann til að velta stöðu sinni fyrir sér.

Þórhallur skrifar á Facebook síðu sína:

Í haust voru átök um eignarhald í Sýn sem leiddu til breytinga á stjórn félagsins. Þessu umskipti fengu mig til þess að hugsa hvort ég ætti ekki að huga að mínum eigin starfslokum hjá fyrirtækinu.

Mér fannst ekki tímabært að gera það á miðjum vetri enda erfitt að slíta sig frá jafn mögnuðu fólki og vinnur á fjölmiðlum Sýnar.

Núna er að mínu mati rétti tímapunkturinn og tilkynnti ég forstjóra félagsins ákvörðun mína í dag. Ég hverf þó ekki strax á braut heldur verð til ráðgjafar hjá fjölmiðlunum næstu mánuði.

FRÁVísir
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR