Verðlaunaafhending RIFF fór fram í Háskólabíói, laugardagskvöldið 8. október.
Úrslitin voru eftirfarandi:
Vitranir
Gullni lundinn
Ótemjureið eftir Lolu Quivoron
Gullna lundann hlýtur leikstjóri fyrir sína fyrstu mynd, sem fer með áhorfendur í áhrifamikið ferðalag í leit að frelsi. Myndin er frumleg, djörf og kemur stanslaust á óvart.
Sérstök viðurkenning
Síðasta vorið eftir Francisku Eliassen
Fyrri myndin sem hlýtur sérstaka viðurkenningu er mynd sem er bæði frumleg, gáskafull og nýstárleg, með kvenlægt listrænt sjónarhorn að leiðarljósi. Í gegnum aðalpersónurnar upplifum við sameiginlegan kvíða mannkyns gagnvart stöðu jarðarinnar, áhrifa okkar á hana, sem og á geðheilsu einstaklingsins.
Rafmagnaðir draumar eftir Valentinu Maurel
Seinni viðurkenninguna hlýtur leikstjóri sem nær að sýna byrði unglingsárana á hrífandi máta, og leit ungrar konu að sinni eigin rödd og styrk í karllægum heimi.
Dómnefnd: Giorgio Gosetti, Ava Striker and Hera Hilmarsdóttir.
https://www.youtube.com/watch?v=GVwduKB1L28&ab_channel=L%27occhiodelcineasta-Trailer%26Unboxing
Gullna eggið
Sendið eftir rigningunni eftir Haley Gray
Leikstjóranum tókst að segja söguna á mjög skýran, einfaldan en kraftmikinn hátt. Kvikmyndatakan í myndinni er hið fullkomna dæmi um hvernig hugmynd er aldrei of stór til að passa í form stuttmynda, ljóðræn, minimalísk en epísk. Fíngerður leikurinn hentaði sögunni og lét okkur vilja meira.
Dómnefnd: Torfinnur Jákupsson, Óskar Kristinn Vignisson, María Thelma.
Íslenskar stuttmyndir
Besta íslenska stuttmyndin
Að elta fugla eftir Unu Lorenzen
Dómnefndin hreifst af því hvernig leikstjóranum tókst að draga áhorfendur inn í söguna sem og hvernig henni tókst að halda athygli áhorfenda með því að skapa heim sem sjónarhorn til að segja söguna.
Besta íslenska nemanda stuttmyndin – sigurvegari
Fyrir hönd keisarans eftir Elínu Pálsdóttur
Dómnefndin sér mikla möguleika í kvikmyndagerðarmaninu og naívri nálgun hennar á líf unglinga. Í gegnum blæju fantasíunnar fara söguhetjurnar leiðina frá bernsku, inn í unglingalífið og hætta þar með að nota ímyndunaraflið og sætta sig við raunveruleikann eins og hann er.
Íslenskar stuttmyndir nemenda – sérstök viðurkenning
Sá sem fór suður eftir Steiní Kristinsson
Dómnefndin vill minnast sérstaklega á þessa mynd, vegna róttækrar aðferðar við að nota kvikmynd til að skapa minningar.
Dómnefnd: Carlos Pardo Ros, Viktoría Guðnadóttir, Birgitta Björnsdóttir.
Alþjóðlegar stuttmyndir
Besta alþjóðlega stuttmyndin
Upphafinn MRS eftir Jean Sébastien Chauvin
Ef kvikmyndahúsið er rými drauma og þrár, þá á þessi mynd mjög vel heima í myrkrinu. Sem endurómur 21. aldar af svefni Andy Warhols (og uppreisnagjarnrar arfleifðar Cocteau og Jean Genet), felur hún í sér guðrækni og erótík næturinnar með óvenjulegu andrúmslofti nær að lýsa því vel sem gerir það svo spennandi að búa í borg. Hún er náttúruleg í myndmáli sínu, dáleiðandi í hreinskilni sinni og dásamleg í nánast öllu öðru. Myndin býður okkur að varpa eigin innri kvikmyndum á dökkan striga kvikmyndatjaldsins.
Alþjóðlegar stuttmyndir – sérstök viðurkenning
DOMY+AILUCHA: CENAS KET! eftir Ico Costa
Fyrir fjöruga kvikmynd sem ögrar ómeðvituðum forsendum okkar um samsköpun, uppruna og af-nýlenduvæðingu hins óskáldaða sjónarhorns, er dómnefndin stolt að veita sérstaka viðurkenningu til Ico Costa og samstarfsmanna hans fyrir Domy+Ailucha: Cenas Ket !
Dómnefnd: Mark Lwoff, Mads Mikkelsen Julia van Mourik.
Verðlaun dómnefndar unga fólksins
Eilíft vor eftir Jason Loftus
Að okkar mati bar myndin Eternal Spring af öðrum í flokknum. Hún tekur saman reynslu aðgerðarsinna í Falun Gong af ofsóknum stjórnvalda og fléttar þær saman til að búa til frásögn kvikmyndarinnar. Ákveðinn söguþráður heldur áhorfendum á brún sætisins og tilfinningatengsl myndast á milli aðgerðasinna og áhorfenda. Með notkun hreyfimynda tekst Daxiong að sýna atburðarás á einstakan hátt sem annars hefði ekki verið mögulegt. Myndin snýst um ofsóknirnar sem meðlimir Falun Gong standa frammi fyrir og lýsir í kjölfarið upp illa meðferð á öðrum trúar- og minnihlutahópum í Kína sem og í öðrum heimshlutum.
Dómnefnd: Rögnvaldur Brynjar Rúnarsson, Katla Kristjánsdóttir, Júlía Kristín Kamilludóttir.
Önnur framtíð
Myndirnar í flokknum Önnur framtíð eru í senn áminning og spegill á veröldina eins og hún er í dag. Úr hópi mynda sem allar segja áríðandi og mikilvægar sögur höfum við valið tvær myndir sem með kvikmyndalegri nálgun ná að framkalla samtal sem er í senn óþægilegt og gefandi. Í báðum myndum er beitt viðeigandi aðferðafræði auk þess sem fagurfræðileg nálgun, val á persónum og tökustíll lyfta myndunum á hærra plan.
Önnur framtíð – sigurvegari
Ferðasaga Marmara eftir Sean Wang
Aðalverðlaunin í flokknum Önnur framtíð hlýtur mynd sem með kvikmyndalegri nálgun gerir hvort tveggja í senn, framkallar áleitnar spurningar og leyfir okkur að dreyma. Með framúrskarandi myndmáli skoðar leikstjórinn af mikilli dýpt sambandið á milli tveggja ólíkra menningarheima. Einstök fagurfræðilegri nálgun og hárfínn húmor gera það að verkum að við horfum dáleidd og bíðum spennt eftir næstu senu, senu eftir senu, myndina á enda. Verðlaunin hlýtur Sean Wang fyrir A Marble Travelogue.
Önnur framtíð – sérstök viðurkenning
Stelpugengi eftir Susanne Regina Meures
Sérstaka viðurkenningu hlýtur mynd sem varpar fram óþægilegum spurningum, án þess þó að gefa okkur svarið. Með sterkri aðalpersónu, heiðarlegri nálgun og hárréttri fjarlægð á viðfangsefnið opnar leikstjórinn sannkallað Pandórubox sem skilur okkur eftir með óþægilega vísbendingu um örlög aðalpersónunnar og um leið örlög okkar sjálfra. Sérstaka viðurkenningu hlýtur Sue Meures fyrir Girl Gang.
Dómnefnd: Astrid Silva, Helga Rakel Rafnsdóttir, Joni Sighvatsson.