Daði Einarsson hjá RVX hlaut í kvöld BAFTA verðlaun fyrir tæknibrellur í Netflix-þáttunum The Witcher.
BAFTA verðlaunin (e. The British Academy Film Awards) eru verðlaun sem Breska akademían veitir fyrir framúrskarandi sjónvarps- og kvikmyndagerð.
Aðrir Íslendingar sem hafa hlotið verðlaunin eru m.a. Ólafur Arnalds fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch, Valdís Óskarsdóttir fyrir klippingu kvikmyndarinnar The Eternal Sunshine of the Spotless Mind og Hildur Guðnadóttir fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker.
Daði hefur einnig gert tæknibrellur í stórmyndunum Gravity og Everest og í þáttum á borð við Ófærð og Hunters.
Daði hlaut verðlaunin ásamt Gavin Round, Aleksander Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin, og Jet Omoshebi.
RÚV segir frá.