DÝRINU vel tekið vestanhafs

Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson fær gegnumgangandi góð viðbrögð gagnrýnenda í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd á tæplega 600 tjöldum víðsvegar um Bandaríkin á föstudag.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd fær svo víðtæka dreifingu á þessum stærsta kvikmyndamarkaði heimsins.

Á samantektarsíðunni Rotten Tomatoes er að finna umsagnir 85 gagnrýnenda og eru flestar þeirra lofsamlegar. Myndin er sem stendur með 87% skor og því með stimpilinn „Certified fresh“ á síðunni. Rotten Tomatoes súmmerar viðtökurnar svona upp:

Darkly imaginative and brought to life by a pair of striking central performances, Lamb shears expectations with its singularly wooly chills.

Aðsókn fer einnig ágætlega af stað, en myndin er sem stendur á topp tíu listanum. Aðeins liggja fyrir tölur frumsýningardagsins 8. október en þá tók myndin inn rúmlega 415 þúsund dollara. Áætla má að það samsvari rúmlega 40 þúsund áhorfendum miðað við meðaltal miðaverðs. Tölur helgarinnar munu liggja fyrir á mánudag.

Deadline birti í gær, 9. október, umfjöllun um miðasölu helgarinnar og ræðir meðal annars Dýrið. Þar segir:

Busting into the top 10 this weekend is A24’s horror-fantasy Lamb, from Valdimar Jóhannsson and starring Noomi Rapace. The movie, which debuted In Certain Regard at Cannes and has 88% certified fresh on Rotten Tomatoes, follows a childless couple in rural Iceland who make an alarming discovery one day in their sheep barn. They soon face the consequences of defying the will of nature. Booked at 583 theaters, the pic chalked up a $415K Friday on its way to an estimated $1.1M opening. On the plus side, it’s a number that’s ahead of the $1M debut of Focus Features’ The Card Counter, which opened to $1M at 580; that pic only legging out to $2.6M. On the downside, I hear the core runs in NY, LA and Boston were halfway decent.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR