[Stikla, plakat] A24 frumsýnir DÝRIÐ í Bandaríkjunum 8. október, stikla komin út

Bandaríska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið A24 mun frumsýna Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson í bandarískum kvikmyndahúsum þann 8. október næstkomandi. Stikla verksins er komin út.

IndieWire fjallar um þetta og segir myndina hafa verið eitt mest umtalaða verkið á nýafstaðinni Cannes hátíð. A24 hafi náð frábærum árangri með stemmningsríkar hrollvekjur eins og Hereditary og The Witch, en tíminn muni leiða í ljós hvort Dýrið verði þar á meðal. Stiklan veki þó miklar eftirvæntingar.

Stikluna má skoða hér að neðan og plakat undir:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR