Heimildamynd Önnu Hildar Hildibrandsdóttur, A Song Called Hate, mun taka þátt í keppni norrænna heimildamynda (Nordic Documentary Competition) á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, sem haldin verður dagana 29. janúar – 8. febrúar. Hátíðin er sú stærsta á Norðurlöndunum og fer nú fram í 44. skipti, en að þessu sinni í stafrænu formi.
Verðlaunin semA Song Called Hate keppir um bera heitið Dragon Award Best Nordic Documentary og alls keppa sex heimildamyndir í flokknum.
Myndin er svo kynnt:
Tvö hundruð milljón manns eru að horfa! Raunveruleiki sem blasti við íslensku Eurovisonförunum árið 2019 sem voru ákveðnir í að gera hina ópólitísku söngvakeppni pólitíska. Söngur um hatur kortleggur ferðalag hljómsveitarinnar Hatara er þeir reyna að breyta heiminum og sýnir hvernig ferðalagið breytir þeim.