Nýlega skrif­aði ég pistil sem fór yfir kerfi sem gengur út á það að ríkið end­ur­greiðir erlendum kvik­mynd­ar­gerð­ar­mönnum fram­leiðslu­kostnað, svo lengi sem þeir koma til Íslands og taka upp sjón­varps­efni. Greinin hitti greini­lega á taug sem leiddi alla leið upp í Sam­tök iðn­að­ar­ins –  félag sem gætir meðal ann­ars hags­muna kvik­mynda­gerð­ar­manna –  sem skrif­aði ágætis grein til stuðn­ings kerf­inu sem ég fjall­aði um.

Lögin rekja sögu sína til árs­ins 1999 þegar Alþingi sam­þykkti frum­varp um end­ur­greiðslu fram­leiðslu­kostn­aðar sem til fellur vegna kvik­mynda­gerð­ar. Eins og ég benti á í fyrri grein minni, þá er það svo sem ekk­ert galið að laða að fjár­fest­ingu í eft­ir­sóttum iðn­aði með ein­hvers­konar vil­yrð­um, þó draga þurfi línu í sand­inn ein­hvern tíma. Lögin má einnig end­ur­skrifa aðeins, þar sem það er ekki aug­ljóst að inn­flutn­ingur á vöðva­tröllum frá Kali­forníu sé skil­virkasta leiðin til að mæta mark­miðum lag­anna, sem eru að „stuðla að efl­ingu inn­lendrar menn­ingar og kynn­ingar á sögu lands­ins og nátt­úru.“

Lögin gilda jafnt um íslenska og erlenda kvik­mynda­gerð. Íslenskir kvik­mynda­gerð­ar­menn geta fengið allt að 25% af öllum sínum fram­leiðslu­kostn­aði end­ur­greiddan frá íslenska rík­inu (að upp­fylltum vissum skil­yrðum), rétt eins og erlendir kollegar þeirra. Ólíkt erlendri kvik­mynda­gerð, þá liggur eng­inn vafi á því að íslensk kvik­mynda­gerð stuðlar að „efl­ingu inn­lendrar menn­ingar og kynn­ingar á sögu lands­ins“.

End­ur­greiðslur til íslenskrar kvik­mynda­gerðar

Íslenska ríkið hefur til fjölda ára styrkt kvik­mynda­gerð. Kvik­mynda­sjóður hefur til að mynda veitt styrki í það minnsta frá árinu 1979. Það árið skaff­aði sjóð­ur­inn kvik­mynda­gerð­ar­mönnum 29,5 millj­ónir gamlar krónur (367 millj­ónir í nútímakrónum á verð­lagi dags­ins í dag). Kvik­mynda­gerð­ar­menn­irnir það árið nýttu pen­ing­inn vel og til urðu sígildar myndir eins og Land og syn­ir, Óðal feðranna og Kvik­mynd um fjöl­skyldu­líf [ekki alveg ljóst hvað verið er að vísa í hér, aths Klapptrés].

Í ár úthlut­aði rík­is­sjóður Kvik­mynda­sjóði 1,1 millj­arð króna. Kvik­mynda­mið­stöð Íslands, sem sér um að dreifa pen­ing­unum úr Kvik­mynda­sjóð, hefur nú þegar útdeilt þessum pen­ingum meðal ann­ars til verk­efna eins og Stellu Blóm­kvist 2 (50 millj­ón­ir) og Ófærðar 3 (75 millj­ón­ir).

Árið 1999 var bætt við stuðn­ing til kvik­mynda­gerð­ar, með nýju end­ur­greiðslu­kerfi. Þetta kerfi hefur spilað lyk­il­hlut­verk í að laða að erlenda kvik­mynda­gerð­ar­menn, en spilar þó ekki minna hlut­verk í fjár­mögnun íslenskrar kvik­mynda­gerðar en styrkt­ar­kerfi  Kvik­mynda­sjóðs.

Endurgreiðslur ríkisins til íslenskra kvikmyndargerðar, 2001 – 2020 (milljónir króna, á föstu verðlagi ágúst mánaðar 2020). Heimild: Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ath. Upplýsingar um gögnin og nánari greiningu má finna á vefsvæði Eikonomics á grid.is.

Endurgreiðslur ríkisins til íslenskra kvikmyndargerðar, 2001 – 2020 (milljónir króna, á föstu verðlagi ágúst mánaðar 2020). Heimild: Kvikmyndamiðstöð Íslands. Ath. Upplýsingar um gögnin og nánari greiningu má finna á vefsvæði Eikonomics á grid.is.

 

Í rúma tvo ára­tugi hefur ríkið stutt við íslenska kvik­mynda­gerð í gegnum þetta kerfi, með óneit­an­lega ágætis árangri. Í það minnsta er íslensk kvik­mynda­gerð mun öfl­ugri í dag en hún var fyrir alda­mót. Þeir Íslend­ingar sem vel kunna að meta íslenska kvik­mynda­gerð hafa notið þessa kerfis í formi betra sjón­varps­efn­is, þó kerfið hafi að sjálf­sögðu komið sér best fyrir fram­leið­endur og aðra sem í geir­anum starfa.

10 stærstu handhafar endurgreiðslu framleiðslukostnaðar, 2016 – 2020 (milljónir króna, á föstu verðlagi ágúst mánaðar 2020).

10 stærstu handhafar endurgreiðslu framleiðslukostnaðar, 2016 – 2020 (milljónir króna, á föstu verðlagi ágúst mánaðar 2020).

 

Á árunum 2016 – 2020 hefur fram­leiðslu fyr­ir­tækið Tru­en­orth fengið um 2,5 millj­arða greidda frá rík­inu í gegnum þetta kerfi. RVK Studi­os, fram­leiðslu­fé­lag sem flestir tengja við Baltasar Kor­máks, hefur fengið rúm­lega millj­arð end­ur­greiddan [1].

Tru­en­orth er að mestu leyti í því að þjón­usta erlenda kvik­mynda­gerð­ar­menn eins og Will Ferrell, sem koma til Íslands til að not­færa sér end­ur­greiðslu­kerf­ið. RVK Studios sker sig hins vegar úr þar sem það félag er aðal­lega í því að fram­leiða íslenskt efni, sér í lagi verk­efni sem flest okkar tengja við hin marga­frek­aða kvik­mynda­gerð­ar­mann og stofn­anda félags­ins, Baltasar Kor­mák.

Á verð­lagi ágúst mán­aðar 2020 hafa fjögur stærstu verk­efni RVK Studios (Ever­est, Eið­ur­inn, Ófærð 1 og 2) fengið hvorki meira né minna en 847 millj­ónir í gegnum þetta end­ur­greiðslu­kerfi og 232 millj­ónir úr Kvik­mynda­sjóði. Ever­est er reyndar erlent verk­efni, þó henni hafi verið leik­stýrt af Baltasar, því birt­ist hún ekki á graf­inu að neð­an.

Sex stærstu verkefni sem fengu hluta framleiðslukostnaðar endurgreiddan úr ríkisjóði, 2016 – 2020 (milljónir króna, á föstu verðlagi ágúst mánaðar 2020)þ

Sex stærstu verkefni sem fengu hluta framleiðslukostnaðar endurgreiddan úr ríkisjóði, 2016 – 2020 (milljónir króna, á föstu verðlagi ágúst mánaðar 2020)þ

 

Sjálfur tel ég að án rík­is­ins verði of lítil íslensk dæg­ur­menn­ing til en er sam­fé­lags­lega ákjós­an­legt. Án til­færslna rík­is­ins væri lík­lega ekk­ert Þjóð­leik­hús til, Íslenska óperan væri það ekki heldur og á Hörpu­reitnum væri enn Esso bens­ín­stöð­in, þar sem ég vann við að dæla bens­íni árið 2001. Það væri óneit­an­lega dap­ur­legt.

Hvað kostar Ófærð?

Almennt virð­ast Íslend­ingar hafa kunnað vel að meta Ófærð 1 og 2. Að með­al­tali horfðu um 133 þús­und ein­stak­lingar á hvern þátt.

Ef við deilum beinum rík­is­styrkjum með áhorfs­töl­un­um, Þá þýðir það að ríkið hafi greitt um 2.400 krónur með hverjum áhorf­anda, eða um 240 krónur á þátt. Til sam­an­burðar þá greiðir ríkið um 11 þús­und krónur fyrir hverja heim­sókn í Þjóð­leik­húsið og 13-15 þús­und krónur með hverri heim­sókn á tón­leika Sin­fón­íu­hljóm­sveitar Íslands [3]. Því má vel færa rök fyrir því að fram­leiðsla sjón­varps­efnis á kostnað skatt­borg­ara sé mögu­lega skil­virk­ari en fram­leiðsla ann­ara menn­ing­ar­gæða.

Nú hefur verið úthlutað 75 millj­ónum úr Kvik­mynda­sjóði til Ófærðar 3, sem er í fram­leiðslu og ef for­tíðin er ávísun á fram­tíð­ina þá má reikna með 250-350 millj­ónum úr rík­is­kass­anum í formi end­ur­greiðslna.

Lík­lega á fjöld­inn allur af Íslend­ingum eftir að horfa á Ófærð 3. Mögu­lega er fram­leiðsla þátt­anna góð notkun á rík­is­fé. Stúdíó virð­ist vera í það minnsta skil­virkara en svið. Sama hvað því líður þá verðum við alltaf að muna það að fram­leiðsla á íslenskri menn­ingu er greidd úr sam­eig­in­leg­um, tak­mörk­uð­um, sjóðum sam­fé­lags­ins. Og spurn­ingin við þurfum að spyrja okkur er alltaf, og mun alltaf vera: Er hver þáttur að með­al­tali 240 króna virði í huga þeirra sem á hann horfa?

Ef svarið er já, þá er Ófærð – Brot, Stella Blóm­kvist, Ráð­herrann, hvað sem þátt­ur­inn heitir – þess virði. Ann­ars ekki.

Punktar frá höf­undi:

[1] Í þessum pistli hef ég end­ur­reiknað fjár­hæðir svo hægt sé að bera saman verð­mæti yfir lengri tíma­bil. Fjár­hæðir eru því á verð­lagi ágúst mán­aðar 2020.

[2] Nán­ari upp­lýs­ingar um gögnin sem rædd eru í þess­ari grein og nán­ari grein­ingu á þeim má finna á vef­svæði mínu á grid.is.

[3] Árið 2017 voru gestir Þjóð­leik­húss­ins voru 94 þús­und tals­ins, fram­lag rík­is­sjóðs var rúm­lega millj­arð­ur, sam­kvæmt árs­reikn­ing­i.  Árið 2018 fékk Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands  tæp­lega 1,1 millj­arð úr rík­is­sjóði og 235 millj­ónir frá Reykja­vík­ur­borg, á bil­inu 90 – 100 gestir komu á við­burði hljóm­sveit­ar­inn­ar.