Heim Bransinn Gert ráð fyrir óbreyttum framlögum til Kvikmyndasjóðs í nýju fjárlagafrumvarpi

Gert ráð fyrir óbreyttum framlögum til Kvikmyndasjóðs í nýju fjárlagafrumvarpi

-

Gert er ráð fyrir að framlög til Kvikmyndasjóðs haldist óbreytt frá fyrra ári í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi. Kvikmyndasafnið fær lítilsháttar hækkun og RÚV einnig.

Samkvæmt frumvarpinu á Kvikmyndasjóður að fá 1.109,8 milljónir króna á næsta ári, sem er sama krónutala og 2019. Þá er gert ráð fyrir lítilsháttar samdrætti í framlögum áranna 2021 og 2022.

Kvikmyndasafnið hækkar úr 112,3 mkr. í 117 milljónir. Gert er ráð fyrir að framlög dragist lítillega saman á næstu árum.

RÚV hækkar um 190 milljónir króna, fer úr 4.645,0 mkr. í 4.835,0 mkr. Gert er ráð fyrir frekari hækkunum næstu tvö ár á eftir.

Á grafinu hér að neðan má sjá samanburð á veltu í kvikmyndageiranum fyrstu sex mánuði hvers árs, allt frá 2008. Samdráttur á þessu ári nemur tæpum 37%.

Núgildandi samkomulag milli stjórnvalda og aðila kvikmyndagreinarinnar rennur út um áramót. Beðið er fregna af vinnu við næsta samkomulag.

Þá er í gangi vinna nefndar undir stjórn Dags Kára sem vinnur að endurmótun kvikmyndastefnu fyrir stjórnvöld. Óljóst er hvenær þeirri vinnu lýkur.

Sjá nánar hér: Fylgirit med frumvarpi til fjarlaga 2020_vefutgafa (pdf).

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.