Lof mér að falla eftir Baldvin Z er í efsta sæti aðsóknarlistans eftir helgina með vel yfir átta þúsund gesti. Þetta eru mun stærri opnunartölur heldur en á síðustu mynd Baldvins, Vonarstræti (2014).
Alls sáu 6,467 gestir myndina um helgina, en 8,229 með forsýningum. 7.671 sáu Vonarstræti opnunarhelgina (með forsýningum), en heildaraðsókn nam 47.982 manns (rétt er að hafa í huga að ekki þarf að vera samhengi þarna á milli þó oft séu opnunartölur sterk vísbending um hvert myndin nær í aðsókn).
Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar, Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og Andið eðlilega Ísoldar Uggadóttur eru enn í sýningum. Alls hafa nú 17,543 séð Kona fer í stríð eftir 16. sýningarhelgi, 4,635 hafa séð Svaninn eftir 36 vikur og 6,855 Andið eðlilega eftir 27 vikur.
Einnig eru heimildamyndirnar Nýjar hendur og Söngur Kanemu í sýningum í Bíó Paradís.
Aðsókn á íslenskar myndir 3.-9. september 2018
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDAR- AÐSÓKN | STAÐA HEILDAR- AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU |
---|---|---|---|---|
Ný | Lof mér að falla | 6,467 (helgin) | 8,229 | - |
16 | Kona fer í stríð | - | 17,543 | - |
27 | Andið eðlilega | - | 6,855 | - |
36 | Svanurinn | - | 4,635 | - |
Ný | Söngur Kanemu | 57 | 57 | - |
2 | Nýjar hendur-innan seilingar | - | 94 | - |