
Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson og Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Íslands og Danmerkur. Tilnefningar voru kynntar í dag.
Vetrarbræður (Vinterbrødre) er framleidd af Julie Waltersdorph Hansen, Per Damgaard Hansen og Anton Mána Svanssyni. Hlynur skrifar einnig handrit.
Handritið að Kona fer í stríð er eftir Benedikt og Ólaf Egil Egilsson. Framleiðendur eru Benedikt, Marianne Slot and Carine Leblanc.
Verðlaunin verða afhent þann 30. október næstkomandi í Osló.
Frekari upplýsingar eru hér.