Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur var frumsýnd um helgina og sáu hana alls rúmlega fimmtán hundruð gestir.
720 sáu Andið eðlilega um helgina en alls 1,540 með forsýningum. Myndin er í 6. sæti.
Lói er í fjórða sæti en hún fékk 1,185 gesti í vikunni. Alls hafa 19,221 séð myndina hingað til.
1,143 sáu Fulla vasa í vikunni. Alls nemur gestafjöldi nú 7,046 manns. Myndin er í 7. sæti.
Svanurinn er í 21. sæti eftir 10. sýningarhelgi. 94 sáu hana í vikunni, en alls hafa 4,114 séð hana.
Aðsókn á íslenskar myndir 5.-11. mars 2018
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDAR- AÐSÓKN | STAÐA HEILDAR- AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU |
---|---|---|---|---|
7 | Lói - þú flýgur aldrei einn | 1,185 | 19,221 | 18,036 |
3 | Fullir vasar | 1,143 | 7,046 | 5,903 |
Ný | Andið eðlilega | 720 (helgin) | 1,540 (með forsýningum) | - |
10 | Svanurinn | 94 | 4,114 | 4,020 |