Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur er áfram á ágætu skriði og hefur nú fengið tæplega 3,200 gesti eftir fjórðu sýningarhelgi.
Myndin hefur verið að taka inn 6-700 gesti síðustu vikur sem verður að teljast ágætt miðað við opnunartölur, aðsókn virðist jafnvel aðeins vera að aukast sem líklega er vegna þess að hún spyrst vel út. Gestir voru 675 í vikunni, en alls hafa 3,169 séð hana. Myndin er í 16. sæti aðsóknarlistans.
Undir trénu er í 25. sæti eftir 21. sýningarhelgi og er því á síðustu metrunum. Alls hafa 42,651 séð hana.
Aðsókn á íslenskar myndir 22.-28. jan. 2018
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDAR- AÐSÓKN | STAÐA HEILDAR- AÐSÓKNAR Í SÍÐUSTU VIKU |
---|---|---|---|---|
4 | Svanurinn | 675 | 3,169 | 2,494 |
21 | Undir trénu | 14 | 42,651 | 42,637 |