Kvikmyndagerðarkonurnar Eva Sigurðardóttir og Tinna Hrafnsdóttir keppa nú í Cannes um styrk til gerðar stuttmynda sinna. Keppnin felst í því að kosið er um besta „pitchið“ á netinu og nema verðlaunin 5.000 evrum eða rúmum sjö hundruð þúsund krónum.
Hægt er að taka þátt í kosningunni hér.
Verkefni Tinnu kallast Katharsis og verður framleitt af nýju kvikmyndafyrirtæki, Freyja Filmwork. Má sjá hana lýsa verkinu hér að neðan:
Verkefni Evu kallast Rape Card. Eva framleiðir fyrir Askja Films en leikstjórar eru breskir samstarfsmenn hennar, Nathan Hughes Berry og Madeleine Sims Fewer. Hér að neðan fjallar hún um myndina:
Pitch-keppnin er haldin á vegum Shorts TV. Eva hefur tvisvar áður sigrað þessa keppni, sem leikstjóri og handritshöfundur Regnbogapartís 2014 og sem framleiðandi á mynd Þóru Hilmarsdóttir, Frelsun, 2015.