Fréttablaðið um „Austur“: Ekki fínpólerað melódrama

Hjörtur Jóhann Jónsson í Austur Jóns Atla Jónassonar.
Hjörtur Jóhann Jónsson í Austur Jóns Atla Jónassonar.

Kjartan Már Ómarsson hjá Fréttablaðinu segir Austur Jóns Atla Jónassonar stefnulausa kvikmynd þar sem ofbeldi úr íslenskum veruleika sé teflt fram á hispurslausan máta.

Kjartan Már segir meðal annars:

Ég byrjaði snemma að velta fyrir mér af hverju Jón Atli hefði kosið að segja þessa sögu. Var þetta samfélagsgagnrýni, voru persónur táknrænar eða var þetta kannski dæmisaga? Jón Atli sagði í viðtali að þetta væri hugsanlega öðruvísi mynd en fólk væri búið að venjast í íslenskri framleiðslu. Þetta væri ekki fínpólerað melódrama, myndin væri hrá og það væri af vilja gert. Þetta tekst með ágætum.

Verra er að það lítur út fyrir að allur þessi hráleiki hafi kostað myndina stefnu og rödd. Hvergi er hægt að miða út til hvers sé verið að segja þessa sögu og á meðan því er ekki komið til skila er vandi að sjá annað en upphafningu á því sem á sér stað. Af hverju annars að gera ofbeldismenn að kvikmyndastjörnum?

Myndin er ekki illa gerð. Hún er faglega unnin í alla staði og jafnvel fróðleg því ég minnist þess hreinlega ekki að hafa séð neitt samanburðarhæft. Það má jafnvel vel vera að Austur verði úrvals költmynd þegar fram líða stundir. Hugmyndavinnan á bak við hana er hins vegar tæp og fyrir bragðið er lokaafurðin líkari fljótfærnislegri framsetningu á hugarfóstri sem hefði þolað lengri meðgöngu.

Sjá nánar hér: Vísir – Ekki fínpólerað melódrama.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR