Jón Atli Jónasson leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Austur er í viðtali við Morgunblaðið vegna útkomu myndarinnar sem frumsýnd verður í kvikmyndahúsum á föstudag.
Þar segir meðal annars:
„Mig hafði lengi langað að prófa að leikstýra kvikmynd sjálfur en hafði ekki áhuga á því að gera hefðbundna mynd. Mig langaði að gera ódýra mynd með litlum hópi þar sem strúktúrinn væri flatari. Allir hefðu meira til málanna að leggja. Það er dýrt að gera kvikmyndir og mér hefur oft fundist að á tökutímabilinu fari einhver maskína í gang sem bara keyrir. Við höfðum hins vegar þann lúxus – sökum þess að við erum með frábæra framleiðendur – og minna umfang – að doka við af og til og velta hlutunum fyrir okkur eða hreinlega breyta öllu saman. Það er erfiðara þegar um stærri verkefni er að ræða,“ segir Jón Atli Jónasson, leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Austur, sem frumsýnd verður 15. apríl.
Jón Atli er einnig í viðtali við útvarpsþáttinn Harmageddon hér.
Sjá nánar hér: „Hún er ansi hrottaleg á köflum og það á kannski eftir að fæla frá“ – mbl.is.