Fjórða Sveppa-myndin, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum, verður frumsýnd þann 31. október. Fyrri myndirnar þrjár hafa allar notið geysilegra vinsælda og eru allar í hópi tuttugustu vinsælustu íslenskra mynda samkvæmt lista SMÁÍS.
Sögunni er lýst svona:
Vinirnir Sveppi og Villi finna út að erkióvinur þeirra sé enn á ný að reyna landsyfirráð. Í þetta skiptið hefur hann byggt dómsdagsvél sem getur komið af stað jarðskjálftum og eldgosum. Sveppa, Villa og Góa tekst að koma sér í fylgsni hans sem er staðsett undir hinum ævaforna eldgíg Eldborg. En að komast þangað er aðeins brot af púslinu. Þeir verða að eyðlileggja vélina til að Ísland eigi von.