Stuttmyndin „Hjónabandssæla“ verðlaunuð á World Film Festival í Montreal

Sigurður Skúlason og Theódór Júlíusson í Hjónabandssælu eftir Jörund Ragnarsson.
Sigurður Skúlason og Theódór Júlíusson í Hjónabandssælu eftir Jörund Ragnarsson.

Stuttmyndin Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson hlaut fyrstu verðlaun í stuttmyndaflokki á Montreal World Film Festival sem lauk í gær í Kanada.

Myndin fjallar um tvo aldavini sem lendir saman þegar falleg kona á þeirra aldri kemur í þorpið þeirra. Meða aðalhlutverkin fara Sigurður Skúlason, Theodór Júlíusson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og Guðrún Leifsdóttir.

Jörundur stundar nú nám í kvikmyndagerð í New York. Myndin mun taka þátt í Nordisk Panorama hátíðinni nú í september og stefnir að auki á fleiri hátíðir víða um heim.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR