Hvernig þú byggir upp þinn eigin áhorfendahóp

Peter Broderick.
Peter Broderick.

Dreifingarsérfræðingurinn Peter Broderick mun halda „master class“ fyrirlestur um dreifingu kvikmynda í Bíó Paradís þann 12. júní næstkomandi. Fyrirlesturinn hefst klukkan 16:30 í sal 2. Aðgangur er ókeypis.

Fyrirlesturinn ber heitið „Building a Personal Audience: What You Need to Know“ og mun Peter meðal annars fjalla um hvernig byggja á upp persónulegan áhorfendahóp. Með því að notast við dæmi frá Englandi, Ástralíu, Kanada og Bandaríkjunum mun Peter sýna hvernig bein samskipti við áhorfendur eru að styrkja sjálfstæða kvikmyndagerðarmenn í fagi sínu. Með því að sanka að sér fylgjendum kvikmynd eftir kvikmynd geta kvikmyndagerðarmenn aukið sjálfstæði sitt og um leið byggt upp sjálfbæran starfsferil í faginu.

Peter er forseti Paradigm Consulting, fyrirtækis sem hjálpar kvikmyndagerðarmönnum og  fyrirtækjum að þróa leiðir til að ná sem víðtækastri dreifingu, sem mestum fjölda áhorfenda og þ.a.l. að hámarka tekjur. Hann hefur haldið gífurlegan fjölda fyrirlestra víðsvegar um heiminn á síðustu árum, þar á meðal á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto (TIFF), Sundance kvikmyndahátíðinni, alþjóðlegu heimildamyndahátíðinni í Amsterdam (IDFA) og Nordisk Panorama.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR