Tómas Valgeirsson sem stýrir síðunni Bíófíkli fjallar um Harry og Heimi: Morð eru til alls fyrst og segir meðal annars:
Mér finnst stundum rosalega erfitt að hlæja endalaust að sömu bröndurunum aftur og aftur, eða þegar formúla húmorsins verður svo lúin og útreiknanleg. Lukkulega er brandaramagn myndarinnar svo gríðarlega mikið – og stundum fjölbreyttara en mann grunar – að ef einn steindrepst við fyrsta flutning er alltaf stutt í annan, og þegar myndin er svona á kafi í eigin meðvitund er hressandi þegar henni gengur að hitta í mark. Harrý og Heimir eru í sínum fínasta gír, þeir taka sig ágætlega út á stóra skjánum og sökum ömurlegrar samkeppni er myndin þeirra orðin núna ein sú fyndnasta frá okkur í áraraðir. Ég gef henni líka smá klapp fyrir að kynna mér fyrir hugtakinu “Continuity tourette”.
Sjá nánar hér: Harrý og Heimir: Morð eru til alls fyrst | Bíófíkill.