Ása Helga Hjörleifsdóttir og Páll Grímsson kynna bæði verkefni sín á samframleiðslumarkaðinum sem haldin er í tengslum við Berlínarhátíðina (6.-16. febrúar). Um er að ræða fyrstu bíómyndir hvors leikstjóra.
Verkefni Ásu kallast Svanurinn og er byggt á samnefndri sögu Guðbergs Bergssonar. Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir hjá Vintage Pictures eru framleiðendur.
Verkefni Páls kallast Afterlands. Um er að ræða hrollvekjuþriller sem gerist á Norðurpólnum 1872 og er byggður á sönnum atburðum. Kanadískt fyrirtæki, Alcina Pictures, framleiðir.