Ása Helga Hjörleifsdóttir og Páll Grímsson kynna verkefni sín á Berlinale

Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri.
Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri.

Ása Helga Hjörleifsdóttir og Páll Grímsson kynna bæði verkefni sín á samframleiðslumarkaðinum sem haldin er í tengslum við Berlínarhátíðina (6.-16. febrúar). Um er að ræða fyrstu bíómyndir hvors leikstjóra.

Verkefni Ásu kallast Svanurinn og er byggt á samnefndri sögu Guðbergs Bergssonar. Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir hjá Vintage Pictures eru framleiðendur.

Verkefni Páls kallast Afterlands. Um er að ræða hrollvekjuþriller sem gerist á Norðurpólnum 1872 og er byggður á sönnum atburðum. Kanadískt fyrirtæki, Alcina Pictures, framleiðir. 

Sjá nánar hér: | Berlinale | Press | Press Releases | All Press Releases – New Feature Film Projects on the Road to Success at the Berlinale Co-Production Market.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR