HeimEfnisorðVirgin Mountain

Virgin Mountain

Cineuropa um „Fúsa“: Virkilega falleg frásögn

Vladan Petkovic hjá Cineuropa skrifar um Fúsa Dags Kára frá Berlínarhátíðinni og segir hana virkilega fallega frásögn sem gæti gengið vel á markaði listrænna kvikmynda sé rétt á spöðum haldið.

„Fúsi“ selst vel í Berlín, frumsýning á Íslandi 20. mars

Alþjóðleg sala á kvikmynd Dags Kára, Fúsi, sem frumsýnd var á yfirstandandi Berlínarhátíð, gengur vel. Franska sölufyrirtækið Bac Films hefur nú selt myndina til Imovision (Brasilíu), September Films (Benelux), Babilla Cine (Kólumbíu) og Europafilm (Noregi). Fyrir kvikmyndahátíðina í Berlín var hún einnig seld til Alamode (Þýskaland og Austurríki) og MCF Megacom (fyrrum Júgóslavía).

The Hollywood Reporter um „Fúsa“: Létt nálgun á þungt viðfangsefni

Stephen Dalton hjá The Hollywood Reporter skrifar frá Berlín um Fúsa Dags Kára og segir hana hlýlega og fyndna svipmynd af risastórum utanveltumanni með jafnvel enn stærra hjarta, létta nálgun á þungt viðfangsefni sem sneiði hjá myrkrinu, dýptinni og flókinni sálfræðistúdíu.

Screen fagnar „Fúsa“ í Berlín

Dan Fainaru hjá Screen International skrifar umsögn um Fúsa Dags Kára sem frumsýnd er á yfirstandandi Berlínarhátíð og er mjög sáttur.

Dagur Kári ræðir við Variety um „Fúsa“

Dagur Kári leikstjóri og handritshöfundur hinnar væntanlegu kvikmyndar Fúsi (Virgin Mountain) ræðir við Variety um myndina og hugmyndirnar bakvið hana. Myndin verður frumsýnd á Berlínarhátíðinni sem hófst s.l. fimmtudag.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR