Valur Gunnarsson skrifar um Andið eðlilega Ísoldar Uggadóttur í Reykjavik Grapevine og segir hana gerða vel gerða í anda hins norræna félagslega raunsæis.
Valur Gunnarsson skrifar um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttir í Reykjavik Grapevine og segir að áherslan á sakleysið sé það sem geri myndina að hugrökku verki.
Valur Gunnarsson skrifar um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar í DV. Hann segir meðal annars: "Það besta sem hægt er að segja um myndina er að hún hlífir okkur við vondum bröndurum, því engir brandarar eru í henni yfirhöfuð eftir því sem ég kemst næst. Hún er því hvorki rómantísk né gamanmynd." Hann gefur myndinni eina stjörnu.
Valur Gunnarsson skrifar um Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar og segir hana taka mið af samtíma sínum og fara ágætlega af stað, en fljótt fari að halla undan fæti. Hann gefur myndinni tvær stjörnur.
Valur Gunnarsson skrifar um heimildamynd Ásdísar Thoroddsen, Veðrabrigði og segir hana eiga hrós skilið fyrir að minnsta kosti reyna að súmma út, og sýna okkur hvernig stórar ákvarðanir fyrir sunnan hafa áhrif á líf raunverulegs fólks. Myndin fær þrjár og hálfa stjörnu.
Valur Gunnarsson fjallar um Þresti Rúnars Rúnarssonar í DV, en almennar sýningar á myndinni hefjast í kvöld. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur og segir hana skipa sér fremsta í flokk þeirra bíómynda sem fjalla um hrylling íslenskrar æsku í dag.
Kvikmynd sem öskrar á núið segir Valur Gunnarsson í DV um Webcam. "Jú, þetta er Ísland og hér gerum við hlutina í öfugri röð. Sagan fjallar því ekki um að glata sakleysi sínu heldur frekar um að endurheimta það."
Valur Gunnarsson gefur Albatross þrjár stjörnur í umsögn sinni í DV og segir meðal annars: "Allt er búið í haginn fyrir vel heppnaða sumargrínmynd og ná sumir þræðirnir að lifna við en aðrir ekki."
Valur Gunnarsson fjallar um Hrúta Gríms Hákonarsonar í DV, gefur fimm stjörnur og leggur útaf hinni sögulegu vídd, allt aftur til Lands og sona: "Siggi Sigurjóns er kominn aftur í sveitina, en í stað þess að skjóta hross er hann hér að skjóta kindur með tárin í augunum. Þar var sagt frá bændum sem neyddust til að flykkjast á mölina í kreppunni, en hér segir frá þeim fáu eftirlegukindum sem enn hanga í sveitinni. Í millitíðinni hefur allt breyst, og ekkert."
Valur Gunnarsson skrifar í DV um kvikmynd Davíðs Óskars Ólafssonar og Gunnars Hanssonar, Bakk - og segir hana mögulega virka fyrir einhverja sem létta og skemmtilega sumarskemmtun.
Valur Gunnarsson skrifar umsögn um kvikmynd Dags Kára, Fúsa. Hann segir titilpersónuna sinn mann og bætir við á Fésbók: "Baldvin Z er Bítlarnir. Haddister er Stóns. Rúnar Rúnars er Dylan en Dagur Kári er Elvis og þetta er hans Comeback Special."
Valur Gunnarsson fjallar um Austur Jóns Atla Jónassonar í DV og spyr hvort hún sé ofbeldisfyllsta mynd íslenskrar kvikmyndasögu. "Einhvern veginn finnst manni að svo hljóti að vera, þegar frumsýningargestir streyma út í hrönnum. Á hinn bóginn er ég ekki viss um að það sé neitt ofbeldi í myndinni yfirhöfuð."
"Leitin að hinni hreinu bíómynd heldur áfram og er Stockfish-hátíðin kærkominn vettvangur til slíkra starfa á þessum eilífðarvetri," segir Valur Gunnarsson hjá DV í yfirlitsgrein um hátíðina.
Ný skáldsaga Vals Gunnarssonar, Síðasti elskhuginn, hefst í Bíó Paradís. Af því tilefni verður kvikmyndin The Decline of the American Empire eftir Denys Arcand sýnd í bíóinu n.k. laugardag, 9. nóvember, kl. 18 sem hluti af útgáfuhófi bókarinnar. Valur mun ræða sögusvið skáldsögu sinnar á undan sýningu myndarinnar.