Jodie Foster hlaut Emmy verðlaun í gærkvöldi fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni True Detective: Night Country. Í þakkarræðu sinni kom Foster víða við og þakkaði meðal annars íslensku samstarfsfólki sínu upp á íslensku.
Fjórða syrpa þáttaraðarinnar True Detective (True Detective: Night Country) gerist í Alaska og skartar Jodie Foster í aðalhlutverki. Tökur fóru að miklu leyti fram hér á landi, meðal annars á Dalvík, í Reykjavík og í Keflavík.
Rætt var við leikkonuna Jodie Foster í Landanum um tökurnar á True Detective: Night Country sem staðið hafa yfir hér á landi frá síðasta hausti og lýkur senn.
Tökur á fjórðu syrpu þáttaraðarinnar True Detective hefjast hér á landi í október og standa í níu mánuði. True North þjónustar verkefnið, sem er langstærsta einstaka kvikmyndaverkefni sem hér hefur verið unnið.
Orðrómur er á kreiki um að fjórða syrpa hinnar margverðlaunuðu þáttaraðar, True Detective, verði tekin upp hér á landi að megninu til á næstunni. Þá mun nýjasta mynd Lynne Ramsay, Stone Mattress eftir sögu Margaret Atwood, verða filmuð hér og á Grænlandi í september.