Framleiðandinn Mike Downey hlaut fyrstu heiðursverðlaun Stockfish hátíðarinnar. Downey, sem einnig er formaður stjórnar Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, hefur komið að mörgum íslenskum kvikmyndum sem meðframleiðandi.
Jodie Foster, leikkona, leikstjóri og framleiðandi, tók þátt í pallborðsumræðum á nýliðinni Stockfish hátíð þar sem umræðuefnið var konur og kvikmyndagerð. Hún sagðist hafa upplifað breytingar á kvenhlutverkum frá því sem áður var en við værum ekki enn komin alla leið.
Wendy Mitchell fjallar um nýafstaðna Stockfish hátíð í ScreenDaily og gerir meðal annars grein fyrir ávarpi Gísla Snæs Erlingssonar, nýs forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem opnaði sérstaka dagskrá um helstu stuðningskerfi íslensks kvikmyndaiðnaðar síðasta föstudag.
Stockfish hátíðin stendur yfir í Bíó Paradís dagana 23. mars til 2. apríl. Alls verða 26 bíómyndir á dagskrá hátíðarinnar, þar á meðal nokkrar sem tilnefndar voru til Óskarsverðlaunanna og Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.