„Það væri vissulega alveg hægt að gera forvitnilega hryllingsmynd um vafasamt fasteignabraskið og góðærisgeðveikina í Skuggahverfi hrunáranna en þessi mynd er því miður alls ekki sú mynd,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 í umfjöllun sinni um Skuggahverfið eftir Jón Gústafsson og Karolina Lewicka.
"Grunnupplegg er ekki galið fyrir glæpasögu en fátt gengur upp í framkvæmd hennar," skrifar Gunnar Ragnarsson meðal annars í Morgunblaðsumsögn sinni um Skuggahverfið eftir Jón Gústafsson og Karolina Lewicka.
Saumaklúbburinn eftir Göggu Jónsdóttur hefur fengið mikla aðsókn í vikunni og er í fyrsta sæti aðsóknarlistans. Skuggahverfið er í 13. sæti eftir opnunarhelgina.
Hvernig á að vera klassa drusla eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur og Skuggahverfið eftir Karolina Lewicka og Jón Einarsson Gústafsson verða báðar frumsýndar í febrúar og hefja þar með íslenska bíóárið.
Von er á allt að þrettán íslenskum bíómyndum og átta þáttaröðum á árinu 2021. Fari svo, hafa verk af þessu tagi aldrei verið fleiri á einu ári. Tekið skal fram að mögulegt er að frumsýningartími einhverra þessara verka færist yfir á næsta ár og í mörgum tilfellum liggur ekki fyrir hvenær verkin koma út innan ársins. Þá er einnig mögulegt að fleiri verk bætist við. Jafnframt eru ellefu heimildamyndir nefndar til sögu en búast má við að þær verði fleiri.
Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.
Íslenska kvikmyndafélagið Artio ehf. og kanadíska sölufyrirtækið Attraction Distribution hafa gert samning um alheimssölu kvikmyndarinnar Skuggahverfið eftir Jón Einarsson Gústafsson og Karolina Lewicka. Samningurinn var gerður í framhaldi af Cannes markaðnum sem að þessu sinni fór fram í netheimum.